Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 28

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 28
108 SKINFAXI Hitt viðurkenndi séra Matthías sjálfur, enda má sjá þess merki í list lians og verkum, að hinar andvígu að- síæður, sem hann átti svo lengi við að stríða, drógu drjúgum úr þroska hans: „Þess geldur hnekkis mitt gáfnaskar, að gæfan ekki mér lietri var“. í klökkum Ijóðlínum (alar hann um „týndu bragablómin“ sem enginn hæti sér. Ekki er það þá heldur auðmetið, hve mikils íslenzkar bókmenntir fóru á inis við það, að þjóð vor hlynnti eigi sem skyldi að afburða ljóðgáfu séra Matthíasar meðan liann var á hezta skeiði að ald- ursárum. Um sex ára skeið (1874—80) var hann ritstjóri Þjóð- ólfs, helzta stjörnmálablaðs Islands á þeirri tíð; síðar gaf liann út lnálfsmánaðarbláðið Lýð; og fram á efstu ár birtust stöðugt ritgerðir og styttri greinar eftir hann i íslenzkum hlöðum og tímaritum. Yrðu slíkar ritsmíðar Iians mikið safn og fjölskrúðugt, væru þær gefnar út í einni heild. Samtíðarmenn séra Matthíasar gerðu, margir hverjir, lítið úr blaðamennsku hans og hlut- deild hans í íslenzkum þjóðmálum; brugðu honum ó- sjaldan um stefnuleysi i þeim efnum. Eins og Þorsteinn ritstjóri Gislason, sem allítarlega hefir ritað um þessa hlið á starfi skáldsins, bendir á, var sá dómur hvergi nærri með öllu réttmætur eða á rökum byggður. Að þeirri niðurstöðu hlýtur Iiver sá að komast, er les blöð þau, sem séra Matthías var ritstjóri að, sæmilega gaum- gæfilega og hlutdrægnislaust. Þar kemur ótvírætt i ljós, cins og víðar í ritum hans, að hann var miklu fastari í rásinni í stjórnmálaskoðunum heldur en almennt var látið i veðri vaka. Hitt er jafn satt, eins og ýmsir hafa réttilega lagt áherzlu á, að hann var lítill málafylgju- maður i blaðamennsku sinni og þjóðmála-afskiptum, allt annað en bardagamaður á þeim sviðum, og enginn flokksmaður. Hann var alltof frjálslyndur og víðsýnn lil þess, að láta fjötrast á flokksklafa, og líta á málin gegnum lituð gleraugu einhliða flokksfylgis. Sem blaða-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.