Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 38

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 38
118 SKINFAXI Hitt er þó miklu meira, að Jón fór yfir allt hand- rit orðal)ókarinnar frá upphafi til enda og lag- færði það um leið og hann bjó það til prentunar. Auk þess las hann a. m. k. eina próförk af öllu verkinu, oft fleiri. Meðan ekki var fullprentað jók hann ritið að orðum bæði frá sjálfum sér og öðrum. Það var og samkvæmt tillögu Jóns, að efni hinna meiri sagna var raðað i starfrófsröð, en ekki eftir efni, til mikils hægðarauka fyrir notendur. Loks fullkonmaði hann hljóðtáknun þá, er notuð var i orðabókinni og skrifaði ritgerðina um hina islenzku hljóðfræði. Þetta var mjög merkilegt verk. Blöndal hafði að vísu áður ákveðið, að liljóðrita orðin, og hafði sjálfur gert tilraun til þess, mest með hliðsjón af hljóðtáknum hins enska liljóðfræðings H. Sweet’s. En brátt kom í ljós, að þessi hljóðtáknun var ónóg. Tókst Jón þá á hendur að semja nýtt kerfi og fór Blöndal með það til Hafnar sum- arið 1918 til að hera það undir þekktahljóðfræðingaeins og M. Hægstad og Otto Jespersen. Síðar var kerfinu nokkuð breytt (1919—20) áður en það var notað í orða- bókinni og fékk sína endanlegu gerð í greininni Træk af moderne Islandsk Lydlære (Orðabók, bls. XIV— XVII). Segja má að hér liafi íslenzk hljóðfræði i fyrsta sinn verið tekin til meðferðar á breiðum grundvelli og með traustri nákvæmni, það sem hún nær. Það er að vísu satt að kaflinn um hljóðfræði í Islandsk Grammatik (Kliavn 1922) eftir Valtý Guðmundsson slagar hátt upp i þessa ritgerð á sumum sviðum a. m. k. En þess ber að gæta, að Valtýr hefir sýnilega fylgt framburðar- táknunum orðabókarinnar1), svo verk lians getur tæp- asl talizt frumlegt. Aftur á móti er hljóðfræði Kemp Malones (The Phonology of Modern Icelandic, Menaslia 1) Hún fór að koma út 1920.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.