Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 47

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 47
SKINFAXI 127 moveméht, — sem ensk blöð hafa gert sér tíðrætt um og rómað, og vakið hefir athygli víða um lieiin. Af mörgum ástæðum var mér hlutverk þetla kær- komið. í margra ára starfi mínu með ísl. ungmennum, bæði í sveit og við sjó, hefir áhugi minn á íþróttum, sem leið til almennra umbóta á líkamsuppeldi þjóðar- innar, farið sívaxandi. Var mér því hugleikið að fá sem gleggsta mynd af skipulagi þessara mála með nágranna- þjóðum vorum. Þá lék mér nokkur forvitni á að kynn- ast nánar þessari ensku „hreyfingu“, er eg aðeins vissi óglögg deili á, en margir töldu vera hýsna merkilega og eftirbreytnisverða. Var þó eigi laust við, að sænskir íþróttafrömuðir gæfi mér í skyn, að eg gæti vel sparað mér Englandsförina og varið heldur fé mínu og tíma til nánari kynna af sænsku íþrótta-„hreyfingunni“! En hvað sem þessu leið, l'ór eg til Englands. — Eftir heimkomu mína skýrði eg forsætisráðherra frá athug- unum mínum, svo og milliþinganefndinni í íþróttamál- um, er nú situr á rökstólum og vinnur að skipulagningu þeirra mála, er lúta að líkamsuppeldi þjóðarinnar. II. Áðu r en eg geri nánari grein fyrir ensku íþróttahreyf- ingunni, vil eg vikja fáeinum orðum að líkamsuppeldi og æskulýðsmálum þriggja annarra liervelda Norður- á!fu: Þýzkalands, Italiu og Sovét-Rússlands. Rétt mynd af aðgerðum og afstöðu þessara þjóða til málefna æskulýðs og íþrótta, gefur lykil til skilnings á veiga- miklum þætti í ensku íþróttahreyfingunni, eða a. m. k. á orsökum hennar og upphafi. Próf. Stephen H. Roherts segir i hók sinni: „The House tliat Hitler Built“ m. a.: „Öll þýzka þjóðin vinn- ur nú af alefli að líkamsrækt .... Letrað á þúsundir múra i þýzkum borgum blasir við auga vígorðið: Kyn- stofninum allt!“ I sömu hók greinir höf. frá því, að leikfimismám og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.