Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 58

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 58
138 SKINFAXI fylgjast vel með allri íþróttastarfsemi í skólum landsins og sjá svo um, að íþróttir séu ekki van- ræktar í skólunum. Einnig, að þar sé veitt sem fullkomnust fræðsla í lieilsufræði. III. a. íþróttakennurum sé sett að skilyrði að kunna ísl. glímu og geta kennt liana sem aðrar íþróttir. Ennfremur að þeir séu bindindissamir um allar skaðræðisnautnir. b. Þingið skorar á öll félög innan U. M. F. í að greiða sem bezt fyrir störfum íþróttamála- nefndar, eftir því sem til þeirra verður leitað. c. Sambandsþingið felur sambandsstjórn að vinna að því, að U. M. F. I. geti sem lieild gengið i íþróttasamband Islands. d. Þingið samþykkir, að efnt verði til alls- herjarmóts innan U. M. F. I. 1910 og verði mótið liáð á Akureyri. Þriggja manna nefnd verði þegar kosin til undirbúnings þessa máls og starfi hún í samráði við stjórn U. M. F. I. I sambandi við tillögur þessar má geta þess að vel er séð fyrir málstað U. M. F. I. í íþrótta- málanefndinni þar sem ritstj. Skinfaxa á þar sæti. í sambandi við c. till. er þess að geta, að stjórnin liefir atriði það, er þar getur, til meðferðar. 1 nefnd samkv. <I lið voru kosnir: Sigurður Greipsson, Haukadal, Geir Jónasson, Akureyri, og Kjartan Sveinsson, Hvanneyri. Flugmál. í þeim var eftirfarandi tillaga samþykkt: Þingið lítur svo á, að flugmál og flugsamgöng- ur verði svo þýðingarmikill þáttur i lífi þjóðar- innar, að æskilegt sé, að ungmennafélögin veiti þeim liðveizlu á einbvern hátt. Og samþykkir í þvi skyni eftirfarandi: I. að einstök félög taki flugmál til meðferðar og umræðu á fundum sínum, auki þekkingu manna á þeim og greiði fyrir og leiðbeini áhuga- mönnum á félagssvæðum sínum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.