Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 76

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 76
156 SKINFAXI Milliþinganefnd í iþróttamálum. Það er alkunnugt, að forsætisráðherra vor er íþróttamað- ur góður og áhugasamur vel um þau mál. Hann hefir nú beitzt fyrir því, að koma betra skipulagi á íþróttamál þjóðarinnar, til eflingar og aukningar iþróttalífi og heilbrigði. Hefir hann siðastl. vor skipað milliþinganefnd i þessu skyni, og á hún að skila tillögum til næsta Alþingis. í skipulagsbréfi nefndar- innar segir svo m. a.: „Það skiptir að áliti ráðuneytisins miklu máli fyrir þjóð- ina, að íþróttahreyfingin nái að eflast; og þó skiptir það' ekki minna máli, að öll þróun iþróttahreyfingarinnar sé þann- ig, að íþróttaiðkanir verði ekki aðeins almennar, heldur stund- aðar með þeim hætti, að þær megi sem mest og bezt þroska og efla einstaklingana, og nái þvi marki, sem þær eiga að ná og geta náð: Að gera þjóðina starfhæfari og hamingju- samari. Til þess að þessu marki verði náð, og það sem fyrst, telur ráðuneytið nauðsyn til bera, að taka íþróttamálin í landinu til ítarlegrar athugunar og yfirvegunar. Ileðal annars, sem rannsaka þarf, eru fjáröflunarmöguleikar íþróttastarfseminn- ar, hvernig fé því er varið, sem til íþróttamálanna gengur, bæði frá því opinbera og annarstaðar frá. Athuga þarf, hvernig aðstaðan er nú til íþróttaiðkana og hvernig hún er notuð- Þá þarf enn að athuga íþróttastarfsemina i skólum landsins og fyrirkomulag hennar í ungmenna- og íþróttafélögum." í nefndina voru skipaðir: Pálmi Hannesson rektor, for- maður nefndarinnar, Aðalsteinn Sigmundsson þáverandi sam- bandsstjóri U.M.F.Í., Erlendur Pétursson forstjóri, Erlingur Pálssön yfirlögregluþjónn, Guðmundur Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri, Jón Kaldal ljósmyndari, Jón Þorsteinsson íþróttakennari, Óskar Þórðarson læknir og Steinþór Sigurðs- son menntaskólakennari. Nefndin tók til starfa þegar í vor. Sendi hún út fyrirspurnir til ungmenna- og iþróttafélaga, skóla og íþróttakennara um allt land, til þess að fá sem gleggst yfirlit um það ástand, sem nú ríkir. Mun svo nefridin skila áliti og frumvarpi til iþróttalaga til ríkisstjórnarinnar, áður en Aljnngi kemur saman i vetur. Því miður er töluverður misbrestur á því, að félög hafi sent nefndinni umbeðnar upplýsingar. Er það mjög bagalegt, og ættu þau Umf., sem sek eru um vanrækslu í þessu efni, að bæta úr því sem skjótast. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.