Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 3

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 3
SKINFAXI 3 sama snilldarhandbragðið er á kvæðinu „Skýjafar“, sem lýsir stormæstu Trasimenus-vatninu, eu draugslegt tungl veður i skýjum, „bleikt sem liöfuð — Hasdrubals"; eða þá lýsingin á kirkjunni í Mílano, þó að með nokkur- um öðrum blæ sé, er befst með þessari stórsnjöllu ljóð- línu: „Kórinn sveipar bergmál liljóðra bæna.“ Engu siðri að glöggskyggni og innsæi er kvæðið um Elínarey og örlög Napóleons mikla. Af sjónarhóli fljóts- bakkanna við Temsá og Signu, i samnefndum lcvæðum, bregður skáldið upp ógleymanlegum myndum, er grípa liugann lieljartökum, af stórborgarlífinu í Lundúnum og París; óneitanlega eru margir fagrir drætlir og glæsi- legir í myndunum þeim, en skáldið sviptir einnig Iiul- unni af spillingunni, sem víða leynist undir glysfögru yfirborði borgarlífsins. Af alt öðrum toga spunnin er vísan „Við Zuydersæ“, einar átla stuttar ljóðlínur, en þó blasir Holland þar við sjónum í sumardýrð sinni og gróðursæld; þar kemur það kröftuglega í Ijós live rík athyglisgáfa Einars er og bver snillingur liann er í orða- vali: M.júk og sólvörm moldin grær; málmbjört unnin strandir slær. Feita iandið lóns og áls litklætt nndir sólu hlær. Auðnubjarmar biika um skipin, búin, flæðin, aligripinn — ietra skáldskap lífsins sjálfs logum gulls í þjóðarsvipinn. Snjallar eru einnig lýsingar Einars á tækni og verk- smiðju-iðnaði nútímans i kvæðinu „Tíuarsmiðjur“, um Ne\vcastle-on-Tyne, Nýja Kastala, eins og borg sú er nefnd í kvæðinu. Sveinn ritstjóri Sigurðsson fer ekki með neinar ýkjur, er bann fer svofelldum orðum um þetta svipmikla kvæði skáldsins í Eimreiðar-grein sinni um bann á sjötugsafmæli hans: „Kvæðið ber það með sér, að höfundur þess hefir sjálfur gengið í vélsmiðjurn- 1*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.