Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 6

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 6
G SKINFAXI má segja, að heimspekin sé bæði uppistaða og ívaf; þar glímir skáldið við dýpstu rök tilverunuar, og er litt að kvnja, þó að bæði þurfi íhygli að hugsanaþrótt til þess að fylgja honum í spor; en mjög eru þau kvæði hans þrungin lifsspeki og glæsilegum hugsunum. Mest lier þar á einhyggju og algyðistrú; í hans augum er öil til- veran samfelld heild; lionum virðist „sem speglist fjötr- uð sál í frjóhnappsins daggarauga“. Þö að Einar sé eng- inn kreddumaður í trúarefnum, ljera kvæði hans þvi víða vitni, að hann er trúhneigður maður. Glöggskygn er siá maður á hin sönnu verðmæti trúarinnar, sem þannig yrkir: Hafknörinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þíi og vak. Mármarans höll er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtu, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak. Kvæði Einars eru frumleg að málfari eigi síður en að efnismeðferð. Þar er að finna gnægð óvenjulegra og margbreyttra samlíkinga; hann fer einnig mjög sinna ferða um val á bragarliáttum, og fellir þá löngum vel að yrkisefninu. Ágætiskvæði hans „Hvarf síra Odds frá Miklabæ“ er gott dænii þess; það er rétt eins og maður heyri skeifurnar skella við isa i upphafsérindum kvæð- isins. Hin milda trú Einars á máttarvald íslenzkrar lungu er alkunn, og hún er bæði aðdáunarverð og eftir- breytnisverð; hann hefir sýnt það í verki, að hann fór ekki með neitt málamyndahjal, jtegar hann liélt því fram, að orð væri „á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“; orðgnótt hans er nærri því ótrúleg og jafnast á við hina miklu hugmyndaauðlegð hans. Þá er það ekki sízt eftirtektarvert um Einar Bene- diktsson, hversu mikla virðingu hann hefir jafnan bor- ið fyrir list sinni og köllun; ríki Ijóðlistarinnar er hon- um heilagt musteri, sem ekki má saurga með neinu lágu eða lítilsverðu; liann liefir aldrei látið hvikulan

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.