Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 7

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 7
•SKINFAXI 7 bókmenntasmekk samtíðarinnar leiða sig á villigötur í þeim efnum. Hann er, eins og Guðmundur Friðjónsson komst snilldarlega að orði um hann, höfundur, „sem aldrei hefir horið á borð fyrir sálirnar flautir né froðu; og ávallt hefir hann borið virðingu fyrir skáld- gyðjunni, vandað ávallt til skáldlegra liugsana sinna og klætt þær í búning úr vönduðu og nærskornu efni“. Með stórbrotinni og lislrænni ljóðagerð sinni liefir Einar Benediktsson gefið jákvætt og varanlegt svar við spurningunni, sem liann spyr óbeinlínis í lokalinunum 1 afbragðskvæðinu „Svanur“: Er nokkur œðri aðalJ hér á jörð, en eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva. íþróttalög. 1. kafli. Um stjórn íþróttamála. 1. gr. í lögum jjessum merkja íþróttir hverskonar líkams- æfingar, er stefna að þvi að auka heilbrigði manna og hreysti, likamsfegurð, vinnuþrek og táp. 2. gr. Fræðslumálastjórnin hefur yfirumsjón allra iþrótta- mála að því leyti, er rikið lætur þau til sín taka. Til aðstoðar fræðslumálastjórninni um stjórn og framkvæmd íþróttamála er íþróttafulltrúi og íþróttanefnd. 3. gr. íþróttafulltrúi skal hafa alhliða þekkingu um íþrótta- mál og auk þess þekkingu á sviði almennra uppeldismála, •enda starfar hann í sambandi við fræðslumálastjórn, eftir nánari ákvæðum, sem kennslumálaráðherra setur. Hann skal ráðinn af fræðslumálastjórn til þriggja ára í senn, að fengn- um tillögum íþróttanefndar, og greiðast laun hans úr ríkissjóði. íþróttafulltrúi skal hafa á hendi þessi störf: 1. Að hafa umsjón með iþróttastarfsemi í skólum. '2. Að vinna að úlhreiðshi og eflingu íþrótta i landinu. íi. Að gera tillögur um framkvæmdir til eflingar íþróttum og hafa eftirlit með slikum framkvæmdum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.