Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 11

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 11
SKINFAXI 11 skólum eiga kost á tilsögn í íslenzkri glímu. Skal sú kennsla fara íram samkvæmt glimureglum Í.S.Í. á liverjum tíma. 15. gr. Nemendum þeim, sem að dómi skólalæknis eru eigi færir um að talca þátt i hinum almennu íþróttaiðkunum skól- anna, skal séð fyrir líkamsæfingum við þeirra liæfi, eftir þvi sem fært þykir. FræSslumálastjórn setur að öðru leyti, eftir tillögum íþróttafulltrúa og íþróttanefndar, ákvæði um tilhög- un og stundafjölda fimleikakennslu og annarra íþróttaiðkana i skólum. 16. gr. Skólanemendum er óheimilt að stunda iþróttaæfing- ar í félögum utan skólanna þann tima árs, sem skólar starfa, nema með leyfi skólastjóra. 17. gr. í öllum barnaskólum og öðrum almennum skólum skal fara fram kennsla í heilsufræði. Leggja skal sérstaka á- herzlu á fræðslu um heilsuvernd, gildi íþrótta og skaðsemi ■eiturnautna. 18. gr. HáskóJastúdentar skulu eiga kost á íþróttakennslu og íþróttaiðkunum, eftir nánari ákvæðum, sem ráðherra setur. 19. gr. Fræðslumálastjórninni er heimilt að láta gera íþróttamerki fyrir slvóla, samkvæmt reglugerð, er kennslumála- ráðuneytið setur um þau efni. Merkin skulu allir skólanem- endur eiga kost á að fá fyrir Jágt verð, er þeir hafa unnið tilskilið afrek. 4. kafli. Um íþróttakennslu. 20. gr. Enginn getur öðlazt réttindi sem sérkennari í íþrótt- um, né relvið íþróttakennslu sem atvinnu, nema hann hafi lok- ið íþróttakennaraprófi liér á landi eða öðlazt réttindi sem íþróttakennari áður en lög þessi tóku gildi. Próf þetta skal taka í uppeldisfræði, kennslufræði og kennslu, íslenzku, líkamsfræði, sundi, íslenzkri glímu og þeim einmenn- ingsíþróttum, sem tilskildar lamna að verða í reglugerð, sem ráðherra setur um prófið. Þeir einir hafa rétt til að ganga undir kennarapróf i íþróttum, sem stundað hafa nám við ís- lenzkan eða erlendan íþróttakennaraskóla minnst 9 mánuði og kynnzt kennslu i skólum og íþróttafélögum. Heimilt er fræðslumálastjórn að veita undanþágu frá ákvæðum þessarar greinar, ef í hlut eiga menn, sem fengnir eru til þjálfunar um stundarsakir í einstökum íþróttagreinum, enda samþykki stjórn íþróttakennarafélags íslands ráðningu þeirra, 21. gr. Kennarar Jcennaraskólans í uppeldis- og kennslu- 'fræði og íslenzku skulu annast próf í þessum greinum við

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.