Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 16

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 16
16 SKINFAXI frumvarp, um tekjuöflun fyrir íþróttasjóö. En undir því, að íþróttasjóður liaí'i fjárráð til dráttar, er það mjög komið, að íþróttalögin komi að tilætluðum notum. II. Enginn cfi getur leikið á því, að fé og fyrirhöfn, sem varið er til aulcinnar lieilbrigði þjóðarinnar, er vel varið. Eéð kemur aftur ávaxtað: beint í meiri afkastagetu þjóð- arimmar, auknu starfsþreki og lengra lífi einstakling- anna, — óbeint í betri líðan, meiri lífsgleði. Þess vegna verður að lelja það efalaust, að þjóðfélagið má flestu öðru siður til þess spara, að gera ráðstafanir lil aukinn- ar lieilbrigði. Verður í því efni fyrst og fremt að leggja á það áherzlu, að hver ung kynslóð þjóðarinnar sé var- in svo sem verða má fyrir sýkingu og lieilsuspjöllum, og að hverjum ungum einstaklingi séu tamdar þær lífs- venjur, sem leiða til Iieilbrigði og langlífis. Má þetta verða með ýmsu móti, á ýmsum sviðum. Skal bent hér á nokkur atriði, en í þeim öllum er þörf miklu víðtækari og gagngerðari ráðstafana og úrbóta ríkisvaldsins, en nú er raun á: 1. Bætt húsakynni, svo að heilsa manna spillist ekki vegna kulda, raka eða spillts lofts í híbýlum. 2. Aukin fræðsla um almenn heilsufræðiefni, svo sem næringargildi og heilbrigðisgild fæðutegunda, þýð- ingu áreynslu, hvíldar og svefns, heilbrigðisgildi ljóss og lofts, smitun og smitunarleiðir o. s. frv. 3. Útrýming eiturnautna. 4. Ráðstafanir til tryggingar þvi, að allir uppvaxandi einstaklingar fái nægilega næringu og næg fjörefni í fæðunni. 5. Nákvæmt eftirlit með heilsufari og heilbrigðisupp- eldi barna og unglinga, og aðgerðir í tíma, ef með ])arf. í því sambandi er ástæða lil að minna á brýna þörf barnasjúkrahúss. 6. Ráðslafanir til afnáms slysahættu, svo sem að

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.