Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 27

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 27
SKINFAXI 27 V. Iþróttalögin hlutu fúllnaöarsamþykki Alþingis í des- embermánuði s. L, mjög litið breytt frá frumvarpi íþróttamálanefndar. Með þeim er vafalaust stigið mjög merkilegt skref i íþróttamálum þjóðarivmar. Sennilega valda þau engri snöggri breytingu, og þó ætli að hef jast með þeim nýtt og hetra tímahil í íþróttasögu landsins. Ungmennafélögin hafa, að eg held, fulla ástæðu til að vera ánægð með lögin. Þau taka fullt, sanngjarnt og eðlilegt tillit til Umf., starfsemi þeirra, þýðingar og að- stöðu. Félögunum er veilt hlutdeild i stjórn íþróttamál- anna, aöstaða til að hljóta styrk eftir verðleikum sínum, og full réttindi sem íþróttafélögum, innan þeirra tak- marka, sem þau liafa sjálf valið íþróttastarfsemi sinni. Nú þurfa Umf. að kynna sér lögin vel og liugsa og skipu- leggja framtiðarstarfsemi sina að iþróttamálum. Áríð- andi er, að félögin sendi þeim manni, sem valinn verður af þeirra hálfu í iþróttanefnd, sem l'jölhreyttastar og nákvæmastar upplýsingar um ástand og framtíðar- áætlanir um íþróttamál, svo að hann geti unnið skipu- lega og rökfast að því, að veita stuðningi þangað, sem þörf er mest. En þó að íþróttalögin séu að vísu merkilegt skref i rétta átt, eru þau þó aðeins einn áfangi á langri leið, og verða menn jafnan að vera minnugir þess. Næsta skref- ið er að tryggja íþróttasjóði fé svo um muni. En síðan þarf að snúa sér með festu að öðru því, sem gera þarf til eflingar heilbrigði æskunnar —- þjóðarinnar í fram- itið.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.