Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 28

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 28
28 SKINFAXI Halldór Kristjánsson: Fyrsta desemberkvœði. íslenzka þjóð með erfðir liðins tíma, óskir hins nýja í fjötrum þess, er dvín, langsótt er ennþá lífsins happaglíma, leið þín er uggvæn, tvíræð saga þín. Enn þarf að berjast fyrir frelsi landsins, fullveldi þjóðar, rétti og hagsæld mannsins. Háværar raddir hljóma þér við eyra, lirópað er til þín snjallt um vöku og dug. Herópin gjalla: Framar! Hærra! Fleira! Farið er eldi um barna þinna hug. Hamar og sigð mót hakakrossi er borin. Herör um landið gjörvallt upp er skorin. Fjölmargs skal gætt á framans langa vegi, fyrst verður þó um efnd að krefja sig. Vinnur þú, bróðir, verk þitt betra degi? Vísar þitt dæmi fram á gæfustig? Herópin gleymast, hjaðnar marklaust gjálfur, hitt er það fyrsta: Ertu maður sjálfur? Dagur er runninn, ýtri æskulýður, okkar er landið það, sem byggjum við, ónumið land, sem eftir fólki bíður, auðæfa land, með mannréttindi og frið, nútíðarland, með forna frægðardrauma, framtíðarland, með villla orkustrauma. Hlessaða land, á brjóstum þínum hefur búið þitt kyn um tvísýnt árabil, þú ert sú náð, er lífsins guð hér gefur, gott er að eiga þig og hlakka til. Hér skulu börn þín blessun lífsins finna. Bræðralag, menntun, lýðræði og vinna.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.