Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 34

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 34
34 SKINFAXI um andlátsorð Gregórii páfa: Ég heí'i elskað rétllætið, en liatað ranglætið; þessvegna dej1- ég i útlegð. Þetta minnir okkur fyrst á skilningsleysi samtíðarinnar, en jafnframt á vald hugsjónanna og réttlætislcennd. Ilvað var þaðj sem kom mönnum til að þola útlegð og andúð, ofsóknir og e. t. v. dauða? Hvað gaf þeim þrelc til þess' að virða að vettugi frumstæðustu livatir dýrs og manns? Hvaða drottinvald var það, sem lyfti þeim yfir hvers- dagslegustu takmarkanir? Það var réttlætisþráin, hug- sjón þeirra og ást á mönnunum. Þeir vildu allt leggja í sölurnar fyrir mennina, enda þótt mennirnir misskildu þá, hötuðu og ofsæklu. Þeir vildu jafnvel leggja líf sitt í sölurnar fyrir þá, -— deyja fvrir þá. Og getur það, aö hugleiða þetta, ekki gefið ykkur trú á mannlifið og manneðlið? Finnst ykkur líklegt, að það, sem nær slík- um völdum á fjölda manns, sé aðeins blekking, imynd- un og hugarburður? Slíkt hlýtur að eiga sér rót í hjarta mannsins sjálfu. Það er sprottið upp úr eðli hans. Hon- um er það eiginlegt. Þetta sýnir, að mönnunum er það eðlilegt, að lifa hverir fyrir aðra. Þeir eru fæddir til félagsskapar og samlífs. Það er aðeins ein leið, sem er fær frá þeirri niður- lægingu, sem kynslóð okkar er stödd í. Niðurlægingu segi ég, því að afneitun lífsverðmætanna og trúleysis- tízkan er sannarleg niðurlæging. Það er sú fátækt, sem ömurlegust er, andleg fátækt. Það er andleg örhirgð að finna engin lífsverðmæti og geta því ekki lagt sál sína í neinskonar lífsstarf. Slílcum manni er æfin vesælt brauðstrit og tilkomulítill þrældómur. Þess á milli gjarnan leit að gleði í glepjandi efnisleysi eða máske mannskemmdanautn. Slikur er útburður okkar tíma, — kalinn á lijarta. Það er aðeins ein leið frá þessari eymd og niðurlægingu. Sú leið er vegur hugsjónanna. Ekkert nema hugsjónirnar er þess umkomið að lyfta mönnum til fegurra lífs. Ég veit að það er hægt að vitna til þeirra, sem liylla

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.