Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 53

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 53
SIÍINFAXI 53 Fyrsí kynntist ég Sigmundi lft ára gömlum, sem nemanda ATið alþýðuskólann á Hvítárbakka; dvöldum við þar samau einn vetur, og siðau annan vetur i Kennaraskólanum. Eftir að hann varð kennari í Reykjavík, störfuðum við nokkuð saman í Ung- mennafélaginu Velvakandi, og var hann formaður þess eitt eða tvö síðustu árin. Einnig höfðum við náin kynni sem kennarar. Sig- mundur var því félagi minn sem skólabróðir, kennari og ungmennafélagi. Sigmundur var ekki einn þeirra manna, sem veitt er sérstök eftirtekt við fyrstu sýn, en eftir þvi sem menn þekktu hann lengur, kunnu menn betur að meta hæfi- leika hans og allt fas. Hann var prúðmenni í framgöngu allri, dreng- skaparmaður, glaður og létlur í lund. Hann flutti ])ví með sér góðan og holl- an andblæ, hvar sem hann fór. Sigmundur var áhugasamur um það, sem hann tók sér fyr- ir hendur eða var falið af öðrum. Það var gott, að eiga Sigmund að vini, og viðkynningin við hann hefur átt sinn þátt í því, að auka trú mína á hið göf- uga og góða í mannlegu eðli. Síðustu árin vann Sigmundur af áhuga að málefnum ung- mennafélaganna og hefði mátt vænta góðra starfa af honum í þágu þeirra, ef líf og heilsa hefðu lengur enzt. Við ung- mennafélagar þökkum honum fyrir samfylgdina. Síðastliðið sumar vorum við Sigmundur aðstoðarmenn danskra landmælingamanna og áttum þá ógleymanlegar stund- ir saman uppi við hájökla, í auðn og öræfum. Við hrifumst báðir af fegurð og tign islenzkra háfjalla. Fann ég ])á glöggt, hve næma sál hann átti fyrir fegurð og helgri þögn. Það verður gott að lirifast með honum siðar, við fót- skör óþekktrar fegurðar og tignar, inni á öræfunum miklu,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.