Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 55

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 55
SKINFAXI 55 á efni þess og sjónarmið. Hvað eiga íslendingar nú á dög- um, í föstu og lausu, í menningarlegum verðmætum? Hvaða arf hefur saga þeirra skilið þeim eftir, hvert bendir hún þeim? Hvernig geta þeir gert sér sein ljósasta grein fyrir þvi á þessum breytingatímum, úr hverju þeir hafa að spila og við livað þeir eiga að etja? Við höfum fyrst og fremst erft landið, og um það mun fyrsta bindi ritsins, ísland, fjalla. Saga, lilvera og framtíð hverrar þjóðar eru mjög háðar lífsskilyrðum, sem landið hýr henni. En sú lýsing íslands, sem hér er tilætlunin að rita, verður með nokkuð sérstöku sniði. Aðalþættirnir verða þessir: 1) Myndunarsaga landsins, samin á þann hátt, að hún geli opnað augu manna fyrir ýmsu þvi, sem þeim hættir við að ganga blindandi fram hjá: hvernig lesa megi æfintýri jarð- fræðinnar, tröllauknar byltingar, hægfara breytingar, starf eyðandi og græðandi afla, út úr athugun umhverfisins. IJar mun líka verða stultlega skýrt frá þeim ránnsóknum, sem gerðar hafa verið á náttúru landsins, og hver óunnin verk- efni bíða framtíðarinnar á því sviði. 2) Landið sem heimkynni þjóðarinnar, hvernig það tók við henni og hefur búið að henni. Auðlindir þess frá fjöllum til fiskimiða, ógnir þess og hættur, fegurð ])ess og tign. 3) Hvernig þjóðin hel'ur sett mót sitt á landið, hagnýtt sér gæði þess og varið sig gegn erfiðleikum þess. Hér mun verða sagt frá ræktun og landbúnaði fyrr og nú, húsagerð, vegum •og brúm, sögustöðum og minjum þeirra, hyggðarsögu i aðal- ■dráttum, veiðiskap og sjávarútvegi, sömuleiðis frá landsspjöll- um af mannaviildum, eyðingu skóganna og uppblástri lands- ins sem afleiðingu hennar. 4) Loks mun verða vikið að þeim kostum lands og sjáv- ar, sem enn eru ónotaðir eða lítt notaðir, þeim lífsskilyrð- um, sem landið getur búið þjóðinni, ef rétt er á haldið, og þeim skyldum, sem þjóðin hefur gagnvart niðjum sínum, að bæta landið fremur en spilla því, Fyrir lausafjáreign þjóðarinnar er auðveldast að gera grein með stuttu yfirliti um hagsögu hennar á- liðnum öldum og ■samanburði við nútímann. Þar sem flest, er þetla efni snert- ir nú á dögum, er alkunnugt, verður ]íað einkanlega setl fram með hagfræðilegum skýrshun og línuritum og reynt að fá allt sem sannast og óhhitdrægast. Þetta yfirlit mun að lik- índum koma meðal viðaukanna í V. bindi verksius. Öðru og þriðja bindinu hefur, að minnsta kosti í bráðina, verið valið heitið: íslenzkar minjar, en minjar (eða menjar)

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.