Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 65

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 65
SKINFAXI 65 að koma upp héraðsskólanum í Reykholti, var í undirbún- ingsnefnd, og gaf skólanum allra einstaklinga mesta fjármuni, auk ómældrar yiniiu. — Síðuslu árin hefir Vigfús jafnan sótt „farfuglafundi“ ungmennafélaga, þegar hann hefir dvalið i Reykjavík, og verið þar hrókur alls fagnaðar. Hann gerðist fyrstur manna æfifélagi U.M.F.Í., og fór vel á því. Eg hefi spurt V. G. að þvi, hver af málefnum Umf. verið hafi mest áhugamál hans. Hann kvað skógrækt og verndun móðurmálsins hafa verið það, einstakra starfsmála. En þó taldi hann sjálfan lifandi félagsandann vera sér kærastan, og þýðingarmestan fyrir einstakling og alþjóð. Það, að æsku- menn i mótum kynntust hugsjónum, lærðu að meta þær, til- einkuðu sér þær og fórnuðu þeim orku og efnum, — sam- eiginlega, hver með öðrum. Eignuðust hugsjónir, viðfangsefni, starfsfélaga, vini. — Þetta er vafalaust hinn sáluhjálplegi skilningur á gildi Umf. Hver, sem öðlast hann, getur verið, eins og Vigfús Guðmundsson, ungur og heitur ungmennafé- lagi langt fram yfir fimmtugsaldurinn. Guðmundur Illugason: A fm œlisk veðja til Vigfúsar Guðmumissonar. í hálendan dal við heiðalönd vill hugurinn stundum snúa. Enn eru tengd við hann ástarbönd, — þar æskunnar vinir búa. Þó vegir liggi um víðan geim, og víða sé starfsins saga, er sterk sú taugin, sem togar heim að túninu bernskudaga. Þar dvöldum við saman æskuár — og áin rann milli túna. — Ólum þar vonir okkar og þrár, — sem eru víst gleymdar núna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.