Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 66

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 66
66 SKINFAXI í ánni veiddum og æfðum sund, og oft vorum þar á kreiki. Á eyrunum marga ánægjustund áttum við, glímur og leiki. En burt er æskan og beggja spor úr bernsku dal hafa snúið. Þó fjarri honum liggi förin vor, hann ferð okkar hefir búið að veganesti, sem varir bezt í vanda og hvers kyns þrautum. Að fyrstu gerð býr maöurinn mest á manniífsins hálu brautum. Mjög lítið orð af Flókadal fer, um fegurð né annan hróður. En sannað hefirðu það með þér, að þar sprettur kostagróður. Er húrraóp glymja til heiðurs þér, í háreista veizlu salnum, er hylltur gróður, sem alinn er í afskekkta fjalladalnum. Þó kveðju ég sendi, kemur í ljós, hún kostum ei gerð er nógum. •Hún er ei blómstrandi eyrarrós, en aðeins laufblað úr skógum. Á fimmtugs afmæli er ósk mín sú, þinn aukist hróður og saga, og verðir alltaf jafn ungur þú sem áður, — í gamla daga. Þó störf séu ólík og áhugamál, og æfinnar misjöfn saga, þá leynist þó innst í okkar sál ylurinn gamalla daga. Þó við sinn hvorri stöndum á strönd, og störfum, án þess að kynnast. 1 hálendum dal við heiðalönd munu hugirnir alltaf finnast.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.