Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 75

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 75
SKINFAXI 75 fer fram. Njóta skólabörn t. d. baðanna eftir leikfimitíma, tvisv- ar í viku. Baðstofan kostar fullgerð tœpar 4000 krónur. Hefir félagið fengið styrk til hennar frá ríkissjóði kr. 800.00, frá Hér- aðssambandinu Skarphéðni og Kvenfélagi Eyrarbakka kr. 100.00 frá hvoru, og samskot á Eyrarbakka kr. 254.00. Auk þess hefur hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps verið mjög lijálpleg við fram- kvæmd fyrirtækisins. Þá gekkst LJ.M.F.E. fyrir sundnámskeiði s.l. vor við Héraðs- sundlaugina i Hveragerði. Þátttakendur voru 28, flest skóla- börn. Kennsludagar voru 11, kostnaður alls kr. 517,00, og lagði félagið til kr. 128,00 af því úr sjóði sínum. Ilelgi Júlíusson íþróttakennari starfar i þjónustu U.M.F.I. i vetur. Hcfir hann haldið íþróttanámskeið á eftirtöldum stöð- um á Snæfellsnesi, hálfan mánuð á hverjum: Staðarsveit, Breiðuvík, Stykkishólmi, Hellissandi og Miklaholtshreppi. Kennslugreinar voru: glíma, frjólsar iþróttir og sumstaðar leik- fimi. U.M.F.f. greiðir hálf laun kennarans, viðkomandi héraðs- samband hálf laun, e'n félögin sjá honum fyrir fæði og hús- næði. — Kennarinn lætur vel af iþróttááhuga á Snæfellsnesi, og telur liorfur á, að þar lifni á ný yfir glímuiðkunum, og að sýslukeppni í giimu komist á að nýju. En fyrrum var mikið glimt á Snæfellsnesi. Að Laugarvatni var haldinn kynningarfundur um ungmenna- félagsskapinn nú seinni hluta vetrar. Stóðu fyrir honum gami- ir og nýir ungmennafélagar úr hópi kennara og nemenda skól- ans. Voru þar haldnar margar ræður um gainalt og nýtt i starfsemi Umf., einstök áhugamál félaganna, starfsemi ein- stakra félaga fyrr og síðar, og um framtíðarhorfur þessa fjölmennasta og rótgrónasta æskulýðsfélagsskapar landsins. Var fundurinn fjölsótlur, og mikill áhugi á eflingu ungmenna- félaganna kom þar í ljós. Er fundur þessi mikið fagnaðar- efni, og væntanlega upphaf meiri ungmennafélagsstarfsemi i Laugarvatnsskóla. Biskup fslands, herra Sigurgeir Sigurðsson, hefir nýlega sent hirðisbréf til allra presta landsins, en ýmsir kaflar ]>ess hafa verið birtir opinberlega. Meðal annars hvetur biskup prestana' til að beita sér fyrir stofnun Kristilegra félaga ungra manna (K.F.U.M.) í öllum preslaköllum og helzt öllum sókn- um landsins. Skinfaxi vill mega, i fullri vinsemd, segja þetta við hinn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.