Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 77

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 77
SKINFAXI 77 hefli af ársriti sambandsins. í þvi er ágrip af sögu sainbands- ins, ritgerðir um borgfirzk efni, skáldskapur eftir borgfirzka höfunda og ágætar myndir. Er rili'ð U.M.F.B. mjög til sóma, um efni og allan frágang. Verður að telja skylt og sjálfsagt, að öll Umf. landsins afli þess i bókasöfn sín. Telja verður hina brýnustu nauðsyn á, að almenningur kunni að veita rétta og viðeigandi „hjálp i viðlögum", þegar slys ber að höndum. Ilefir kunnátta í því breiðzt út fyrir atbeina skáta og Slysavarnafélagsins. En liandhægar leiðbeiningar fyrir al- menning hefir skort tilfinnanlega. Nú er bætt úr þessu með dálítilli bók: Hjálp í viðlögum eftir Jón Oddgeir Jónsson, kunn- an skátaforingja og nú síðari ár fulltrúa Slysavarnafélagsins, en hann hefir manna mesta æfingu í að kenna þessi fræði. Bókin er glögg og góð og ætti að vera til á hverju lieimili. Jóhannes úr Kötlum er fyrir löngu kominn i töln snjöllustu og vinsælustu ljóðskálda þjóðarinnar. Meðal ungmennafélaga eykur það að vonum á vinsældir hans og þá athygli, sem hon- um er veitt, að hann er í hópi fremstu og ósérplægnustu for- ystumanna félagsskaparins. Hin nýja ljóðabók hans, Hart er í heirni, er því vafalaust þegar kunn öllum þorra lesenda Skin- faxa, en lnin kom út fyrir siðastliðin jól. Jóhannes er síðþroska og er enn að fara fram. í þessari sjöttu ljóðabók hans eru sum af beztu kvæðum lians, t. d. Hvítar kindur og Stjörnufákur, og kvæðið Átján systur, sem Skinfaxi birti fyrst. Hulda stendur í fremstu röð íslenzkra rithöfunda, liæði um afköst og efnismeðferð. Fyrsta bók hennar, lítil ljóðabók, kom út 1909 og aflaði henni bæði álits og vinsælda. Þau 30 ár, sem síðan eru liðin, hefir lnin gefið út þrettán bæk- ur i viðbót, Ijóð, æfintýri og skáldsögur. Síðasta og jafnframt mesta verk henar er skáldsagan Iíalafólk, tvö stór bindi, 729 bls. alls. Skáldsaga þessi ber sömu einkenni og önnur verk þessarar snjöllu skáldkonu: rómantíska æfintýrafegurð; dýr- legar náttúrulýsingar; óvenjulega göfgi í mannlýsingum og kenningum; lindartæra, málmklingjundi íslenzku. Það getur verið, að dalafólkið hennar sé í raun og veru ekki til, jafn gegngöfugt og gagnmenntað. Það eru óskir skáldkonunnar þjóð hennar til handa. En hver tekur ekki hjartanlega und- ir þær óskir?

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.