Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 77

Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 77
SKINFAXI 77 hefli af ársriti sambandsins. í þvi er ágrip af sögu sainbands- ins, ritgerðir um borgfirzk efni, skáldskapur eftir borgfirzka höfunda og ágætar myndir. Er rili'ð U.M.F.B. mjög til sóma, um efni og allan frágang. Verður að telja skylt og sjálfsagt, að öll Umf. landsins afli þess i bókasöfn sín. Telja verður hina brýnustu nauðsyn á, að almenningur kunni að veita rétta og viðeigandi „hjálp i viðlögum", þegar slys ber að höndum. Ilefir kunnátta í því breiðzt út fyrir atbeina skáta og Slysavarnafélagsins. En liandhægar leiðbeiningar fyrir al- menning hefir skort tilfinnanlega. Nú er bætt úr þessu með dálítilli bók: Hjálp í viðlögum eftir Jón Oddgeir Jónsson, kunn- an skátaforingja og nú síðari ár fulltrúa Slysavarnafélagsins, en hann hefir manna mesta æfingu í að kenna þessi fræði. Bókin er glögg og góð og ætti að vera til á hverju lieimili. Jóhannes úr Kötlum er fyrir löngu kominn i töln snjöllustu og vinsælustu ljóðskálda þjóðarinnar. Meðal ungmennafélaga eykur það að vonum á vinsældir hans og þá athygli, sem hon- um er veitt, að hann er í hópi fremstu og ósérplægnustu for- ystumanna félagsskaparins. Hin nýja ljóðabók hans, Hart er í heirni, er því vafalaust þegar kunn öllum þorra lesenda Skin- faxa, en lnin kom út fyrir siðastliðin jól. Jóhannes er síðþroska og er enn að fara fram. í þessari sjöttu ljóðabók hans eru sum af beztu kvæðum lians, t. d. Hvítar kindur og Stjörnufákur, og kvæðið Átján systur, sem Skinfaxi birti fyrst. Hulda stendur í fremstu röð íslenzkra rithöfunda, liæði um afköst og efnismeðferð. Fyrsta bók hennar, lítil ljóðabók, kom út 1909 og aflaði henni bæði álits og vinsælda. Þau 30 ár, sem síðan eru liðin, hefir lnin gefið út þrettán bæk- ur i viðbót, Ijóð, æfintýri og skáldsögur. Síðasta og jafnframt mesta verk henar er skáldsagan Iíalafólk, tvö stór bindi, 729 bls. alls. Skáldsaga þessi ber sömu einkenni og önnur verk þessarar snjöllu skáldkonu: rómantíska æfintýrafegurð; dýr- legar náttúrulýsingar; óvenjulega göfgi í mannlýsingum og kenningum; lindartæra, málmklingjundi íslenzku. Það getur verið, að dalafólkið hennar sé í raun og veru ekki til, jafn gegngöfugt og gagnmenntað. Það eru óskir skáldkonunnar þjóð hennar til handa. En hver tekur ekki hjartanlega und- ir þær óskir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.