Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 22
86
SIÍINFAXI
Það er augljóst, að Erni hefur fundizt mikið til um
séra Þórarin, höfund Alþýðubókarinnar, vegna þess
að þeir eiga báðir sama áhugamál: alþýðunnar mennt
og menning.
Örn hefur litið ort um merkilega staði, eða náttúru-
fræðileg fyrirbrigði, sem löngum ha'fa þó seitt fram
Ijóð á tungu skáldanna. Til þess stendur hann of föst-
um fótum i mannlífinu. Og þegar hann yrkir um
Hamarinn í Hafnarfirði, gerir hann þessa hamraborg
að tákni, sem tjáir honum sérstaka sögu og gefur
honum tilefni til að koma að því efni, sem jafnan er
honum hugstæðast:
Hamarinn í Hafnarfirði
horfir yfir þétta byggð,
fólk að starfi, fley sem plægja
fjarðardjúpin logni skyggð.
Hamarinn á sína sögu,
sem er skráð í klett og bjarg.
Stóð hann af sér storm og skruggu,
strauma, haf og jökulfarg.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfði fyrr á kotin snauð,
beygt af oki kóngs og kirkju
ldæðlaust fólk, sem skorti brauð,
sá það vaxa að viljaþreki
von og þelcking nýrri hresst,
rétta bak og hefja liöfuð
hætt að óttast kóng og prest.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfir fram mót nýrri öld.
Hann mun sjá, að framtíð færir
fegra lif og betri völd.
Þögult tákn um þroska lýðsins:
Þar er hæð, sem fyrr var lægð,
jökulhefluð hamrasteypa,
hafi sorfin, stormi fægð.
Hvergi hefur Örn túlkað hetur ást sína á alþýð-
unni en í þessu stílhreina kvæði.