Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 37
SKINFAXI
101
mand“s býli. Svara þau lil nýbýlanna hér. Ríkið
kaupir landið og byggir, en selur svo undir koslnaðar-
verði. Býlið hét Grönvang og átti 10 ha. land.
Annar var Biviumgaard, eign og aðsetursstaður
Knud Kristensen fyrv. 'forsætisráðherra. Liggur hann
örskammt frá Krogerup. Búa þar nú tveir synir hans,
Óli og Hans. Landstærð er 22 lia.
Sá þriðji var einn af hinum stóru herragörðum, en
þeim hefur fækkað mjög í Danmörku hin síðari ár.
Yar eigandi lians konsúll og kaupmaður i Kaup-
mannahöfn, Owesen að nafni. Þar bjó ráðsmaður og
6 verkamenn með fjölskyldur sinar, sem unnu á bú-
garðinum. Hann liét Danstruplund og átti 137 ha.
lands. Mjaltavélin var flutt á hjólasleða út í hagann,
þar sem kýrnar voru dag og nótt, sextíu að tölu.
Áður en lagt var i þessa 'ferð, var hið fróðlega er-
indi um danskan landbúnað flutt. Hann berst nú við
margvíslega örðugleika, og er framleiðslan á flestum
búgörðum landsins langtum minni en fyrir stríð, og
veldur livorttveggja, fólksekla í sveitunum og þröng-
ur markaður erlendis.
Skilnaðarstund.
Laugardagskvöldið 19. júní var skilnaðarhóf að
Krogerup. Söfnuðust allir saman i borðsal skólans og
var selið lengi fram eftir i góðum fagnaði. Fulltrúar
frá hinum ýmsu þjóðum fluttu kveðjuorð. Beindusl
þakkirnar fyrst og fremst til Jens Marinus Jensen, og
voru honum afhentar margar góðar gjafir. Við ís-
lendingarnir gáfum honum íslenzkan borðfána og
bókina fsland í myndum, áritaða af okkur, með sér-
stöku þakklæti fyrir vinsemd lians í garð U. M. F. f.
Allir voru sammála um, að möt þetta hefði tekizl
með sérstökum ágætum og hefði orðið öllum þátttak-
endunum til ógleymanlegrar ánægju og æskulýðs-
starfi Norðurlandanna til eflingar, einkum ef sam-