Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 13
SKINFAXI
77
Skard prófessor frá Oslóarháskóla ræðu, sem var út-
varpað gegnum ríkisútvarpið um leið og hún var flutt.
Ræða Skards var sérlega snjöll, og kom hann víða
við. Hann ræddi um, hver vandi væri búinn lýðræð-
inu. Heimurinn væri i sárum og menn væru hræddir
við atomorkuna, og sundrungarský grúfðu yl'ir. Það
væri því ekki að undra, að margir væru ráðþrota. En
sagan sýnir þó, að ofbeldið hrósar ekki varanlegum
sigrum, og vér lifum ekki í tóradal vonleysisins. En
hætturnar eru margvíslegar, sem ógna menningu vorri.
Lýðræðisfyrirkomulagið leggur oss vanda á herðar.
Lýðræðið er og meir i orði en á borði rneðal vor. Sveita-
fólkið er lakar sett en borgarbúar. Víða til sveita er
engu meir gert húsmóðurinni til hagræðis, og henni
til léttis við störfin en tíðkast meðal svertingja í Am-
eríku. Þjóðlcgri menningu vorri er áfátt.. Uppeldis-
skilyrði æskulýðsins eru ekki sem skyldi. Ræðumaður
taldi, að Norðmönnum hæri að tileinka sér það, sem
gott væri bæði að austan og vestan, en vegur þeirra
ætti að vera þeirra eigin lausn á vandamálunum.
Annar aðalræðumaður mótsins var Inge Krokann,
sem áður var minnzt á, kunnur nýnorskuhöfundur.
Ilann flutti mjög athyglisverða ræðu. Hann er lami,
og dróst áfram á tveim stöfum. 1 ræðustólnum leggur
hann stafina frá sér, styðzt fram á stólbrúnina og
hefur mál sitt. Og maður gleymir því samstundis, að
]>etta er farlama maður. Krokann sagðist ekki sjálfur
vera fær um að taka þátt i hinni ytri uppbyggingu
Iandsins, en hann henti á liina innri leið andlegrar
viðreisnar. Hann var bjartsýnn á æskulýðinn, en benti
á, að liann yrði að tileinka sér lífsskoðun lýðháskól-
anna en hafna efnishyggju vélamenningarinnar. Það
var eftirtektarvert, live fólkið hlustaði kyrrlátt og
með eftirtekt á ])essa ræðumenn, ])ótt Iivor þeirra um
sig talaði fast að klukkustund.
Eftir að ræðunum lauk flutti ég stutt ávarp. Ung-