Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 83
SKINFAXI
147
Frá sambandi sænsks sveitaæskulýðs (Jordbrukar-
ungdomens Forbund).
Erik Johnson flutti 16. júní 1948 erindi á æskulýösvikunni
í Kroogerup um Jordbrukarungdomens Forbund. Nefndi han
erindi sitt Framlag æskulýðsins til viðreisnar sveitanna. Fara
hér á eftir nokkrir þættir úr ])ví. Erik Johnson er og for-
maður Sambands norrænna ungmennafélaga i sveitum.
Svíar eiga nú í miklum vanda hvað málcfni æskulýðsins
sncrtir. Við verðum að leggja okkur fram til ])ess að leitast
við að stöðva eða minnsta kosti að draga úr flótta fólksins
úr sveitum til þéttbýlisins. Það verður að bæta lífsskilyrðin
i sveitunum til þess að unga fólkið vilji vera þar og þær um-
bætur verða að vera efnalegar, þjóðfélagslegar og menningar-
legar. Samband sveita og bæja þarf að vera lifrænt og hvor
aðilinn veitandi hinum. Iðnaður bæjanna hefur til dæmis
þýðingu fyrir sveitirnar, en hann fer iirt vaxandi, en jafn-
framt þarf liann að fá vinnukraft úr sveitunum. En því fer
fjarri að jafnvægi sé milli sveita og bæja eins og nú standa
sakir. Árin 1941—’45 fóru um 200.000 manna úr sveitum lil
bæja.
1 sveitinni geta þrjár stúlkur valið milli fimm pilta, en i
bæjunum eru fimm síúlkur um þrjá pilta. Þctta horfir alvar-
lega, þegar gætt er fólksfjölgunar. Margur lijúskapur ferst
fyrir og margt barnið sér ekki dagsins ljós, sein fæðzt hefði
með jafnari skiptingii karla og kvcnna ,í sveitum og bæjum.
l'nglingar, sem vinna heima, fá sjaldan nokkiir eiginleg
laun. Þeir fá aðeins vasapeninga fyrir þvi, sem telja vcrður
hið allra nauðsynlegasta. En þetta er mikil yfirsjón af for-
eldrunum. Það hefur sín sálrænu áhrif að piltar og stúlkur
fái laun fyrir vinnu sína, sem þau svo geta farið mcð eftir
eigin geðþótta.
Það hefur verið sagt og með allmiklum rétti, að vinna í
sveitum sé erfiðari en í bæjum. En hér hafa orðið breytingar
til batnaðar. Vélanotkun fer sífellt i vöxt í landbúnaðinum.
Nú er varla sá bær með fleiri en 6 kúm, sem er án mjalta-
vélar. Ungmennafélög sveitanna vinna á tvennum vettvangi,
annars vegar er hið hagnýta og leiðbeinandi, liins vegar er
hin menningarlega, uppeldislega starfsemi. Við höfum fasta
leiðbeinendur og ráðunauta, sem ferðast um meðal félaganna,
lialda erindi og fyrirlestra, stjórna mámshringjum og ýmis-
konar annarri starfsemi.
10+