Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 61
SKINFAXI
125
rúm fyrir grip sitt um keflið og að áhættu hefur það i för
með sér og hömlun á hraða, ef boðflytjandi verður að þrýsta
kefli að iikama sinum, til þess að færa það til í liendi sér,
svo að viðtakandi fái svigrúm fyrir grip sitt.
Færsla keflisins úr hægri hendi i vinstri, þarf að fram-
kvæmast með sem minnstri röskun á hlaupalagi og þvi er
mælt með því að færslan fari frain á fyrsta hlaupskrefi eftir
lioðskiptin, þvi að þá er álitið að hún valdi minnstri röskun.
Séð eða óséð boðskipti:
Aðferðir D og E við boðskipli, sem sýndar eru á 2. mynd,
varða óséð boðskipti. Aðferðirnar A, B og C varða einkum
liin séðu boðskipti .
Á það var áður minnzt, að óséð boðskipti væru notuð, þegar
boðflytjandi lilypi 300 m. boðsprett eða skemmri. Það skal
þó tekið fram, að eigi viðtakandi að eiga boðskipti við boð-
flytjanda, sem lilaupið hefur lengri hoðsprett, en 300 metra,
jiá noti hann séð boðskipti.
Hvaða boðskipti skal nota:
Þegar velja þarf boðskipti, er rétt að liafa eftirfarandi í
liuga:
1) Tegund boðhlaupsins (lengd boðspretta).
2) Hagkvæmni boðskipta.
3) Aðlögun keppendanna við breytt boðskipti.
4) Hve mikillar gætni varðandi öryggi hver aðferð krefst.
5) Ilve mikið af hlaupalengdinni seiling viðtakanda og boð-
flytjanda við boðskiptin nemur.
0) Hver aðferðanna veitir viðtakanda og boðflytjanda boð-
skipti á sem mesturn hraða.
7) Fjarlægð boðflytjanda frá viðbragðslínu viðtakanda, þeg-
ar viðtakandi má spretta úr spori.
Fjariægð þessi er 5% metri til 6Vi metri, en lagar sig eftir
hlaupahæfni boðflytjanda. Ef boðflyíjandi cr sprettharður
má fjarlægðin vera meiri.
Atriði varðandi óséð boðskipti:
Viðtakandi teygir aftur hægri arm, og þegar boðgflytjandi
nær þeirri fjarlægð frá viðbragðslir.u, að viðtakanda er óhætt
að bregða við til spretts, snýr hann höfði sinu fram og
sprettir úr spori. Hægra armi er haldið í boðskiptistöðu frá
viðbragðslínu og þar til boðskiptin hafa farið fram.
Vegna þessa undirbúnings hægri handar til viðtöku keflis-