Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 91
SKINFAXI
155
Ási í Bæ: Breytileg átt.
Þetta er sjómannasaga, eins og nafnið bendir til, og mun
gerast í Vestmannaeyjum eina vetrarvertið eftir siðasta strið.
Sagan hefst i vertíðarbyrjun, er þrír ungir sjómenn koma
til eyjanna, og endar, er þeir fara burt á lokadaginn. — Sagan
er sögð í fyrstu persónu eintölu af einum sjómannanna.
Eigi verður með neinum sanni sagt, að skáldfákur höfundar
fari á góðum kostum, en ýmsir sprettir eru óaðfinnanlegir, og
jafnan er gaman að lesa fyrstu bólc höfundar. Yfir henni er
oft og tíðum nokkur ferskleiki, sem ekki er annars staðar að
finna. — Svo er og um þessa bók, þó að viða sé hún úr hófi
og að þarflausu klúr og klámfengin. Lýsingar höfundarins á
lifi sjómannanna, og þá sérstaklega á kvennafari þeirra og
fylleríi, eru beztar, þó að sums staðar séu smekkleysurnar
æpandi. En allar heimspekilegar vangaveltur og athuganir um
pólitík eru nauða almennar, lágkúrulegar og flatar. Sennilega
eru sumir kaflarnir allgóðar heimildir um bátaútveginn í Eyj-
um, en öll er bókin mjög í brotum og persónur veikar.
Sagan er 150 bls. Helgafell hefur gefið hana út.
Jóhann Pétursson: Gresjur guðdómsins.
Þetta er á margan hátt merkileg bók og um leið furðuleg.
Sem saga er hún næsta lítils virði, og fátt er í henni af per-
sónulýsingum. Bókin er í rauninni eintal cinnar sálar, næsta
langdregið eintal hrjáðrar sálar, en það væri rangt að segja,
að þetta eintal væri eklci allvel gert i köfium. Sumar lýsingar
á hversdagslegum atburðum og viðbrögðum þessarar ein-
mana sálar við þeim eru oft skrifaðar af sönnum móði og þan-
þoi þeirra mikið. Þó að bókin sé enginn skemmtilestur, á hún
samt skilið að verða lesin vegna efnisins. Auðsærra áhrifa
gætir vissulega ailvíða, en slíkt er engin dauðasynd, og sums
staðar sprettur fram ferskleiki frumsmíðarinnar af ólmum
krafti. Höfundur býr yfir hæfileikum, en kunnáttuleysi og
skortur á sjálfsgagnrýni sitja svo i fyrirrúmi, að óvist er,
hvort þeir fá nokkru sinni notið sin til fulls. í þessum efn-
um verður enginn óbarinn biskup, og þessa bók hefði þurft
að skrifa aftur, og kannske oftar en einu sinni, áður en
lmn kom fyrir almenningssjónir, þvi að hún minnir mest
á frumriss. Af lestri bókarinnar verður manni þó helzt á að
ætla, að endurritun hefði ekki verið á valdi liöfundar, því
að til slíkra hluta er stilling og gaumgæfileg vinnubrögð
nauðsynleg.
En þrátt fyrir allt og allt, sem að bókinni má finna, verður