Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 11
SKINFAXI
75
Kirkja og leikhús.
Næsti dagur var sunnudagur. Fyrir liádegi voru
guðsþjónustur á tveim stöðum samtímis. Kirkjurnar
voru þéttskipaðar, og gjallarhornum var komið fyrir
úti handa þeim, sem ekki komust inn. En þeir voru
ekki margir, sem héldust þar við því að nú var tekið
að rigna eins og hellt væri úr fötu. Hugur minn hvarfl-
aði til unglingsáranna, er þeir Aðalsteinn Sigmunds-
son og Sigurður Greipsson stóðu fyrir mótum austur i
Þjórsártúni og við vöknuðum mótsdaginn við það,
Harðangursfiðla
að sunnlenzk rigning, eins og hún getur verið áköf-
ust, buldi á gluggum, svo að allt virtist tapað. Slíkt
steypiregn varnaði eitt sinn máls Árna próf. Pálssyni,
og fannst fólki, að það hefði mikið misst. En stundum
glaðnaði lika til, þegar á daginn leið, og svo fór hér í
Ilarðangri að þessu sinni.
Er guðsþjónustunum lauk, varð nokkurt hlé til
matar. Stjórn Ungmennafélags Noregs bauð nokkr-
um gestum til miðdegisverðar. Er lionum lauk, sagði
fyrrnefndur Jakob Vik oddviti Kvamhéraðs nokkur
orð. Undir borðum var ég kynntur Inge Krokann rit-
höfundi og frú hans. Skyldi liann halda ræðu á mót-
inu síðar um daginn. Þau hjónin minntust á Snoi’ra-
liátíðina í Björgvin og gátu þess sérstaklega, að þeim
liefði þótt merkilcgt og ánægjulegt að hcyra til eins
gestanna, er talaði milli þátta í leikhúsinu i Bergen