Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 47
SKINFAXI
111
fengnar skrallsamkomur æslculýðsins, þar sem villt-
ur dans, brennivínsflaskan og ryskingar skipuðu önd-
vegið. Skemmtanalífið var þannig frá upphafi við-
fangsefni félaganna.
En um fleira var hugsað. Hinna þjóðernislegu vor-
leysinga úti um álfuna tók að gæta í Finnlandi. Árið
1863 var Finnski flokkurinn stofnaður, sem aðhyllt-
ist kenninguna um þjóðríkið. En þar skyldi vera eitt
mál og einn hugur. Sviarnir mynduðu Sænska flokk-
inn. Þeir sögðu, að það væri eldci sameiginlegt mál
heldur ein saga, eitt ættarland, eitt starf að framför-
um þess, sem byndi fólkið saman í eina þjóð. Ákaf-
ar deilur risu upp milli Svía og Finna í landi voru.
Rússar, — en Finnland var nú rússneskt stórher-
togadæmi er laut Rússakeisara, — aðhylltust kenn-
inguna um þjóðríkið. Fylgisflokkur Rússa krafðist
þess, að allir þeir er lutu keisaranum, skyldi sam-
einast með öllu Rússum.
Finnlands-Svíar urðu nú að berjast á tveim víg-
stöðvum, annars vegar gegn ríkishugmynd Rússa og
hins vegar Finna.
I þessari baráttu varð sænsku yfirstéttinni í landi
voru ljóst á árunum 1880—1890, að hún var óeðlilega
einangruð, afskorin af þeim stofni, sem hún hafði
vaxið upp af.
Menn reyndu á ýmsa lund að tengja á ný saman
taugarnar til fólksins í sveitunum, sem menn höfðu
gleymt að væri til, í þeim tilgangi að lyfta þvi sið-
ferðilega, menningar-, félags- og efnalega.
Framlag sveitanna sá æskulýðshreyfingin um, og
svstir hennar varð lýðháskólahreyfingin, sem um
sama leyti barst 'frá Danmörku og Grundtvig átti
upptökin að.
Mikill hluti íbúanna í byggðum sænska hlutans af
Finnlandi hefur mótazt þjóðernislega í ungmennafé-
lögunum. Það er ekki aðeins sænsk stjórnmálastefna,