Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 23
SKINFAXI
87
Þegar Örn Arnarson sendi Guttormi J. Guttorms-
syni ljóðabréfið sumarið 1938, litur hann ekki hvað
sízt á sig sem meðalgöngumann milli skáldsins og
„liins þögula fjölda", sem lætur lítið yfir sér og hafði
sízt möguleika til að heilsa skáldinu. Þar fann Örn
hlutverk við sitt hæfi.
Þegar liann hefur lýst því, að
Við heilsum þér flestir í liljóði
frá hreysum í sveit og horg,
þá segir iiann á sinn ákveðna og örugga liátt:
En nóg er samt sltjalað og skrafað
af skrumandi, liáværri stétt,
sem kveðst vilja leiðbeina lýðnum,
svo lærist hvað satt er og rétt.
Og til þess er lygin svo langorð
og lastmælgin gjallandi liá
og ósvifnin hrakyrt og liraðmælsk
og hræsnin svo grátklökk að sjá.
í svip þeirra, seintekna bóndans,
hins sagnfáa verkamanns
og sjómannsins svarakalda,
býr saga og framtíð vors lands.
Sá þöguli fjöldi er þjóðin,
þungstreym og vatnsmegn á.
Þótt hátt beri jakahrönglið,
liún hryður því út á sjá.
Og þegar hann kveður skáldið, segir hann ofur
hlýtt og innilega eins og liann sé að tala um sín
eigin börn:
Þú skilur, live annríkt þeir eiga,
til innsveita djúpmiðum frá,
sem nytja vorn harðbýla liólma
og liafdjúpin grimmlynd og flá.
Þar líturðu landher og flota,
þótt liti ei vopn þeirra hlóð.
Sú hreiðfylking ein er til bjargar.
Hún brauðfæðir íslenzka þjóð.