Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 20
84
SICINFAXI
hefur fyrir sannar. Sá strengur liörpu hans, sem ætl-
að er að óma þessar skoðanir, er svo skær og skír.
Hann elskar fólkið, Irúir á það og treystir því.
Ást lians á alþýðunni, samúð lians með liinu vinn-
andi fólki er viða að 'finna í ljóðum hans. Þessa
gætir mjög i vali yrkisefna lians. Það er engin til-
viljun, að eitt allra bezta kvæði lians, Stjúni blái, er
um síðustu för hins fátæka fiskimanns, um hinn
breyska, en stríðandi alþýðumann. Þar gat hann
strokið liörpu sína svo,að hún ómaði liina töfrafyllstu
tóna. Og það er engin uppgerð, að skáldið getur látið
drottin taka á móti honum með þessum orðum:
Heill til stranda, Stjáni blái,
stíg á land og kom til mín.
iHér er nóg að striða og starfa.
Stundaðu sjó og drekktu vín,
kjós þér leiði, vel þér veiði.
Valin skeiðin biður þin.
Slíkum manni, syni hinna óblíðu lífskjara, hlaut
drottinn að taka opnum örmum og sjá i gegnum
fingur við liann um bresti lians og breyskleika.
Það er heldur engin tilvitjun, að Örn Arnarson hef-
ur ort rímur a'f Oddi sterka. Þar fann hann persónu,
sem hann gjarnan vildi sveipa sínum meistaralega
o'fna ferskeytluhjúpi. Og sama máli gegnir um t.s-
lcmds Hrafnistumenn. Til heiðurs sjómannastéttinni
gat hann hreyft þann streng hörpunnar, sem fólkinu
er vígður, með fíngerðum næmleik og fastatökum.
Samúðar Arnar með alþýðunni gætir strax i fyrri
útgáfu Illgresis. Kemur hún skýrast fram í fyrsta
kvæðinu í kvæðaflokknum Á Öngulseyri. Það er á
þessa leið:
Á Öngulseyri búa
á annað hundrað manns,
og Hinrik kaupmaður Hansen
er herra til sjós og lands.