Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 2
66
SKINFAXI
mér að koma á ársþing og mót félaganna. er þá var
í þann veginn að hefjast við Harðangursfjörð. Ég
tók boði þessu með þökkum, og snemma daginn eft-
ir að Snorrahátíðinni lauk lagði ég af stað með bif-
reið til Harðangurs.
Gula Tidend.
Ég var svo heppinn, að einn ferðafélaga minna
var maður, sem ég hafði kynnzt í samsæti, er norsk
Ijændasamtök héldu þeim Árna G. Eylands og Guð-
mundi Jónssyni frá Hvanneyri og ferðafélögum
þeirra, bændunum sunnlenzku og námspiltum frá
Hvanncyri. Maður þessi var Jakob Vilc, bóndi frá
Harðangri. Vik hafði verið félagsmálaráðherra i
hændaflokksstjórninni fyrir styrjöldina og þá um leið
emhættisbróðir Quislings. í stríðsbyrjun voru skipað-
ir þrir ráðherrar úr andstöðuflokkum verkamanna-
stjórnar Jóhanns Nygaardsvolds, og var Vik einn
þeirra. Vegna þessa var Vik kallaður til Oslo fyrir
Gestapo. Hann var meðal annars spurður um álit sitt
á Quisling. Vik sagðist fátt eitt hafa um hann að
votta nema illt eitt. Hann var beðinn um að gefa
þessa umsögn sína skriflega og gerði hann það fús-
lega. Samt var lionum sleppt eftir tveggja daga strang-
ar yfirheyrslur. Ekki var Vik aðgerðalaus þarna á
Ieiðinni til Harðangurs. Hann hafði með sér mikinn
bunka af blöðum, sem hann útbýtti meðal farþeg-
anna og á viðkomustöðum. Blaðið var Gula Tidend.
fyrsla blaðið síðan 10. apríl 1940, því að þá var út-
koma þess stöðvuð. Gula Tidend er blað byggðanna
til sjávar og sveita i Vestur-Noregi, er ritað á ný-
norsku og í nánu sambandi við norsku ungmenna-
'félögin. Tvær opnur þessa blaðs voru þaktar lieilla-
óskum frá um 100 ungmennafélögum og héraðssam-
böndum þeirra, og einnig frá Ungmennafélagi Noregs,
landssambandinu. Greinar voru og i blaðinu um ung-