Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 32
96
SKINFAXI
beztu finnsku og sænsk-finnsku snillinga af miklum
tilþri'fum, svo að aðdáun vakti, og Hans Ebbesen
prestur í Döstrup, sem sagði margar skrýtlur og
gamansögur. Ilann stjórnaði og ætíð söngleikjunum
og dansinum af miklu fjöri og lipurð. Siðasta kvöldið
kom einn efnilegasti píanóleikari Dana í heimsókn,
frk. Margot Keller. Var leik hennar vitanlega tekið
af mildum fögnuði.
Kynnisferðir.
Farnar voru fjórar kynnisferðir, sem heppnuðust
mjög vel og verða þær okkur áreiðanlega lengi minn-
isstæðar. Má segja, að fyrirlestrarnir og þessar ferðir
hafi verið aðalþættir mótsins. Skal nú í stuttu máli
greint frá ferðunum:
1. Frederiksborgarhöll var heimsútt 15. júlí. Var
sá undrastaður skoðaður eftir því sem tök voru á, en
tíminn var of naumur. Jafnframt var þegið boð lýð-
háskólans í Frederiksborg, sem gekkst fyrir fjöl-
mennri og veglegri samkomu vegna komu ’fulltrúa
norræna mótsins þangað. Þar fluttu ræður skólastjór-
inn, C. P. O. Christiansen og Jörgen Bukdahl rithöf-
undur, sem er einn fremsti ræðuskörungur Dana nú,
sem um menningar- og félagsmál tala, og líklega
mesti andans maður lýðháskólanna á Norðurlöndum,
þeirra, sem nú eru uppi. Hann er sterkur talsmaður
norrænnar samvinnu.
Við þetta tækifæri aflienti sr. Eirikur J. Eiríksson,
C. P. O. Cbristiansen skólastjóra, íslenzkan fána sem
virðingar- og þakklætisvott fyrir það, að hann átti
frumkvæðið að því, að danskir lýðskólamenn sendu
stjórninni áskorun, að íslenzkum handritum í dönsk-
um söfnum yrði skilað. Lýsli hann enn áhuga sínum
fyrir málinu og þeirri bjargföstu trú, að sá góði mál-
staður hlyti að sigra.
2. Kronborgarhöll og Helsingör voru skoðuð lfí. júní.