Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 86
150
SKINFAXÍ
andliti. Æska þessa bæjar hefur gert sér grasi gróinn völl, þar
sem hún getur komið saman til drengilegra leika.
Félagið kom upp gufubaðstofu, sem liefur verið opin fyrir
almenning i 6—7 ár, þegar vatnsskortur hamlaði ekki. Það
er rauplaust, að hún var virðingarverð tilraun, lil þess að
sluðla að auknu lireinlæti og heilbrigði almennings og æsk-
unnar i bænum. Félagið hefur gengizt fyrir kennslu i fim-
leikum, haldið nómskeið i frjálsíþróttum og liandknattleik
og einnig starfar badmintonflokkur á vegum félagsins. Það
liefur sent drengi og stúlkur til keppni á héraðsmót U. M.
S. S. og H. Handknattleiksflokkur stúlkna hefur keppt við
mörg félög. Allt þetta íþróttafólk hefur æft við örðug skil-
yrði, en hvarvetna verið félaginu lil sóma. Félagið stuðlaði að
því síðastliðinn vetur, að hraðað yrði störfum við iþrótta-
húsið, og er það fyrsta veturinn ,sem hægt liefur verið að
stunda íþrótlir síðan samkomuhúsið var endurbætt og tekið til
kvikmyndasýninga.
Síðan höfum við í raun og veru verið húsnæðislaus til íþrótta-
iðkana og leikstarfsemi. Skennntanahald fyrir álmenning hef-
ur naumast verið áhættulaust, svo mikill er kostnaðurinn. Fé-
lagar liafa latzt á því að vinna að skemmtunum, sem ekkert
Iiafa gefið i aðra hönd. Fundarhöld eru nauðsynleg fyrir Umf.,
en einnig á því sviði jukust erfiðleikarnir allverulega. Fund-
arstofan varð 10 sinnum dýrari en fyrr, og þar við bætist, að
við megum ekki dansa í henni eftir fundi.
Við færðum okkur því út á „hótel“ og höfðum þar skemmti-
fundi, sem hafa þótt gefast vel. Siðasta leikritið; sem flutt var
í liinu dýra húsnæði stóð rétt undir sér hvað kostnað snerti.
Það hefur því ekki verið uppörvandi fyrir félagana að leggja
mikið á sig til þeirra hluta. íþróttavöllurinn hefur verið sund-
urgrafinn undanfarin ár, en er nú, vegna dugnaðar og atorku
hinna yngri og starfandi félaga orðin gróin flöt. Mér finnst,
þegar ég lít yfir þetta erfiða tímabil að ósanngjarnt sé að
ásaka þá, sem tóku saman höndum og tóku mannlega móti
erfiðleikunum. Ég lief mikla ástæðu til þess að vona, að við
séum nú komin yfir þessa örðugleika í bili og félagið eigi
hjarta og engu siður glæsilega óskróða sögu í framtiðinni, en
þá. sem er að baki. Við höfum skapað okkur aðstæður til
iþróttaiðkana og þær verða notaðar til blessunar fyrir félags-
menn. Það er einlæg ósk min á þessum tímamótum i sögu
félagsins, að félagar þess megi vaxa að samhug og félagsleg-
um þroska við hverja torfæru, sem þeir yfirstiga.
Bles'sun fylgi störfum Umf. Snæfells i nútíð og framtið.