Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 41
SKINFAXI
105
4. í flokkskeppni reiknast unninn leikur + 2 stig.
Einnig skal reikna + 2 stig þeirri sveit, sem mætir
lögum samkvæmt á mótinu og er úrskurðaður sigur-
vegari samkvæmt gildandi leikreglum, og einnig, hafi
mótflokkur ekki mætt eða neitað að keppa. Jafntefli
reiknast + 1 stig.
5. Ef 6 flokkar og fleiri mæta til keppni í hand-
knattlcik verður beitt úrsláttarfyrirkomulagi þannig,
að sá flokkur er úr keppninni, sem tapar einum
leikum.
Verðlaun.
Verðlaunaskjöld U. M. F. í. hlýtur það héraðssam-
band, sem flest stig fær í einstaklingsgreinum og
flokkakeppni.
Sérverðlaun verða veitt til:
1. Þess héraðssambands er flest stig hlýtur í 'frjáls-
um íþróttum.
2. Þess héraðssamhands, er flest stig hlýtur í sundi.
3. Þess héraðssamhands, er l'lest stig hlýtur í glímu.
4. Þess héraðssambands, er flest stig hlýtur í hand-
knattleik.
5. Þess einstaklings, er flest stig hlýtur í frjálsum
íþróttum.
6. Þess einstaklings (bæði konu og karls), sem flest
stig hlýtur í sundi.
7. Þess einstaklings, sem flest stig hlýtur í glimu.
8. Þess einstaklings, sem bezt afrek vinnur i frjáls-
um íþróttum. (Reiknað e'ftir finnsku stigatöflunni).
9. Þrenn verðlaun verða veitt í hverri einstaklings-
grein, en i flokkakeppni sigurvegurunum. (Verði
flokkar jafnir í flokkakeppni, skal keppt til úrslita
um verðlaun, en sú keppni hefur engin áhrif á stiga-
útreikninginn).
10. IJeiðursskjöl verða svo prentuð handa öllum