Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 87
SKINFAXI
151
FRÉTTIR.
Ný sambandsfélög.
Ungmennasamband Vestur-Skaftfellinga og Ungmennafélag
Keflavíkur hafa nýlega gengið i Ungmennafélag íslands.
Ungmennasamband Vestur-Skaftfellinga var stofnað að
Kirkjubæjarklaustri 17. október 1948. Undirbúningsnefnd boð-
aði til fundarins, en hún var skipuð formönnum ungmennafé-
laganna fyrir austan Mýdalssand, ásmt þeim Esra Péturssyni
liéraðslækni Breiðabólstað og sr. Gísla Brynjólfssyni Kirkju-
bæjarklaustri. Á fundinum mættu fulltrúar frá öllum félögun-
um og ennfremur Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi.
Eftirtalin félög gerðust stofnendur sambandsins:
1. Umf. Óðinn, Hörgslandshreppi, form. Jón Pálmason. Fé-
lagar 18. — 2. Umf. Ósk, Hörglandshreppi, form. Guðjón Ólafs-
son. Félagar 17. — 3. Umf. Ármann, Kirkjubæjarhreppi, form.
Kristjana Jónsdóttir. Félagar 18. — 4. Umf. Meðallendinga,
Meðallandi, form. Sigurgeir Jóhannsson. Félagar 31. — 5. Umf.
Bláfjall, Skaftártungu, form. Jón Gunnarsson. Félagar 22. —
6. Umf. Svanurinn, Álftaveri, form. Gestur Vigfússon. Félag-
ar 21.
Stofnendur eru þvi 6 ungmennafélög austan Mýrdalssands,
sem telja um 127 félagsmenn.
í stjórn sambandsins voru kjörnir: Esra Pétursson, héraðs-
læknir, Breiðabólsstað, formaður. Marteinn Jóliannsson,
Bakkakoti, Meðallandi, ritari og Bergur Helgason, Kálfafelli,
Fljótshverfi, gjaldkeri. Varastjórn skipa: Siggeir Björnsson
Holti, Síðu, sr. Gísli Brynjólfsson Kirkjubæjarklaustri, og Sum-
arliði Björnsson Hlíð, Skaftártungu.
Það er mjög ánægjulegt að þessi félög hafa stofnað samband,
eins og flest Umf. í landinu hafa nú jjegar gert. í Mýrdalnum
eru 5 ungmennafélög, eru sum þeirra í Héraðssambandinu
Skarphéðinn en önnur ekki. Væri eðlilegast að öll þessi félög
tækju upp samstarf við Umf. fyrir austan Mýrdalssand og
gengju í þetta nýstofnaða samband. Þá liefðu öll Umf. innan
sýslunnar bundist samtökum, með svipuðum hætti og gerist
í öðrum sýsluin landsins. Þau myndu siðan hafa forustu um
margvíslega menningarstarfsemi æskulýðsins í sýslúnni, gang-
ast meðal annars fyrir íþróttastarfsemi, halda sameiginlegt
iþrótta- og héraðsmót, vinna að nauðsynlegum ijjróttamann-