Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 48
112
SKINFAXI
sem hefur sameinað Svía í Finnlandi, heldur einnig
viðtæk og almenn starfsemi ungmennafélaganna.
Félögin eru ekki hundin stjórnmálaflokkunum. Varð-
veizla málsins og þjóðlegra einkenna er menningar-
starfsemi, óháð flokksviðhorfum. En þjóðlegir sigr-
ar liafa mjög fallið oss i skaut vegna baráttu í'élag-
anna nú um 60 ára skeið.
Eftir að Finnland varð sjálfstætt, fór þjóðernis-
vakning um landið á árunum 1920—1930. Meiri rækt
var lögð við sænska arfinn innan félaganna. Eld-
legum tungum var talað um mál feðranna, land og
menningu á mótum og þingum 'félaganna. Þjóðlegir
söngvar urðu einvaldir innan félaganna.
Það er skiljanlegt, að starfsemi finnsk-sænku ung-
mennafélaganna yrði átthagabundin, er gætt er þess,
er að framan segir. Átthagasöngur Frans Österbloms
hefur oft verið sunginn í félögunum. Þetta ljóð segir
og skýrar en nokkuð annað, hvert takmarkið er þess-
ara félaga:
„Hér háðu forfeðurnir baráttu sína, þegar
fyrir þúsund árum gegn andlegu myrkri og
villu. Hér berjumst vér, afkomendurnir, enn
í dag fyrir móðurmálinu, þekkingu og mennt-
un.“
Ætti að einkenna finnsk-sænsku ungmennafélögin, til-
gang þeirra og starfsemi, verður það ekki betur gert
en með orðunum: fyrir móðurmálinu, þekkingu og
menntun.
Þjóðernisstefna finnsk-sænsku'félaganna og ætt-
jarðarást kom greinilegast fram í byrjun þessarar
aldar, einkum árin 1906, 1907 og 1908, þegar slcugg-
arnir af rússneska erninum lágu yfir landinu. Það
reið á að vígbúast gegn rússnesku innlimunarstarf-
seminni. Aukin upplýsing og fræðsla skyldi auka við-
námsþrek þjóðarinnar. Menn voru trúarsterkir og