Skinfaxi - 01.11.1948, Blaðsíða 38
102
SKINFAXI
starf þetta gæti haldið á'fram með mótum í hinum
ýmsu löndum ár hvert.
Jens Marinus Jensen flutti að lokum snjalla ræðu
og vék að samstarfi Norðurlandanna og minntist Is-
lands sérstaldega. Sagði hann: „Sú var tíðin að frænd-
urnir beggja megin Eyrarsunds börðust, nú gæti slíkt
ekki átt sér stað. Stöðug kynning og gagnkvæm sam-
vinna þessara þjóða, einkum æskunnar, er vísasti
vegurinn til ævarandi friðar og bræðalags þeirra . . .
Danir héldu stjórnarfarslegu sjálfstæði of lengi fgrir
íslendingum. Þeir hafa haldið liandritunum allt of
lengi. Markmiðið er: Drengileg samvinna lijóðanna,
þar sem hver nýtur þess rétlar, sem hann á.“
IJann þakkaði að lokum öllum fyrir komuna. Lét
sérstaka ánægju í Ijósi yfir því, að fulltrúar skyldu
hafa mætt frá íslandi, Færeyjum og Finnlandi, því
margir hefðu verið vantrúaðir á þátttöku þeirra í
mótinu. Beztu vonir þeirra bjartsýnu hefðu þarna
rætzt. Líka væri mikill ávinningur, að flestir 'formenn
ungmennasambandanna á Norðurlöndum og aðrir
forvígisménn þeirra, hefðu átt þarna samfundi og
kynnzt.
Snemma næsta morgun dreifðist hópurinn. Skipzt
var á lijartnæmum lcveðjum og árnaðaróskum. Marg-
ir urðu samferða í lestinni til Kaupmannaliafnar.
Vikan hafði liðið með óvenjulegum liraða. Heim var
lagt með dýrmætar minningar og mikinn 'fróðleik um
starfsemi ungmennafélaganna í öllum Norðurlönd-
unum og helztu verkefni þeirra.