Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 1
Skinfaxi III. 1951
Avarp
sambandsráðsfnnclar Ungmennafélags íslands
30. september 1951.
í tilefni af dvöl erlencls hers i landinu og í scimræmi
við stefnu ungmennafélagshreyfingarinnar fijrr og
síðar, heitir sambandsráðsfundur U.M.F.l. á alla ís-
lendinga að hefja öfluga sókn fgrir varðveizlu sjálf-
stæðis þjóðarinnar, lagalegu og menningarlegu. Skor-
ar fundurinn sérstaklega á sína eigin félaga og ann-
an íþrótta- og æskulýðsfélagsskap að taka þessi mál
til alvarlegrcir meðferðar, einnig skólamenn vora og
aðra leiðtoga og þá ekki sízt á listamenn, blaðamenn
skáld og rithöfunda. Sérstök nauðsyn er og á, að
ríkisútvarpið hagi starfi sínu með hliðsjón af hættu-
ástandi því, sem nú er og hafi sjónarmið mannræktar
og þjóðernis fyrir höfuðmarkmið, t. d. sé íslenzku-
kennsla útvarpsins stórlega aukin og bókmennta-
fræðsla.
Þess er mikil nauðsyn að þjóðin geri sér Ijóst, að
varðveizla sjálfstæðisins hvílir mjög á lífsvenjum
vorum, skyldurækni við störf, gætni í fjármálum og
siðferðisþreki gagnvart skaðnautnum. Skólarnir geta
stuðlað að þessu með hagnýtu námi og þjóðfélagið
með því að greiða þær götur, sem liggja til höfuð-
atvinnuvega vorra, og að þeir verði æskulýðnum
sem eftirsóknarverðastir. Starfsrækt og átthagarækt
verður að eflast og leiðir til þjóðrækni og ættjarðar-
ástar.
7