Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 17
SKINFAXI 113 rauninni eins konar útdráttur eða ágrip af ferðapistlum þeim, er hann hafði áður ritað í blöð, sérstaklega í Dansk Ungdom, blað ungmennafélaganna.Lýsir hann mótinu allnáið, mönnum, er hann kynntist, ferðum til merkra staða, svo sem Skál- holts, Þingvalla og Bessastaða. Jafnframt gerir hann í fám orðum grein fyrir áliti sínu á æskulýð fslands nú á dögum, vandamálum og helztu úrlausnarefnum. Öll skrif J. M. J. um íslandsför hans á Hveragerðismótið ber vott um einstaka velvild og hlýju í garð íslendinga og ís- lenzkra málefna. — Síðasta kvöldið. sem hann dvaldi hér, flutti hann ávarp í Ríkisútvarpið. Þykir hlýða, að það sé birt hér í heilu lagi. fslenzkir áheyrendur! Norrænu frændur! Á síðustu árum hefur orðið nánari samvinna milli ung- mennasambandanna á Norðurlöndum en áður var. Slíkt sam- starf hefur staðið alllengi milli Svíþjóðar.Noregs og Danmerk- ur. Það hefur og verið nokkurt samband milli ungmennafé- laganna í Finnlandi og þeirra sænsku. En það er fyrst nú, sem samstarf hefur hafizt meðal ungmennafélaganna á öll- um Norðurlöndum. Síðastliðið sumar voru fulltrúar frá Umf. í þessum löndum og einnig frá Færeyjum á norrænu æskulýðsmóti í Danmörku. Munu slík mót verða haldin fram- vegis til skiptis í löndunum. Ég kom einmitt í heimsókn til Ungmennafélags fslands og sambandsþings þess frá slíku móti í Finnlandi. Ég kom frá fyrirlestrum og umræðu um æskulýðs- og félagsmál. Ég kom frá alvöru og gleðskap dagsins. Frá hinum björtu niiðsum- arnóttum við finnska skerjagarðinn. ísland tók á móti mér með rigningu. Ég sá hinar hörðu rúnir í ásjónu landsins, en ég hef einnig séð sólina baða Þingvöll og snævi þakta tinda fjallanna. Það hefur verið mér sérstök ánægja að kynnast mörgum innan U. M. F. í., bæði þeim gömlu og lífsreyndu hugsjóna- mönnum, sem um mörg ár hafa tekið virkan þátt í starfinu af miklum dugnaði, og hinum yngri áhugamönnum, sem nú hafa forustu í U. M. F. f. Ég fylgdist af áhuga með málefnum sambandsþingsins og því, sem þar fór fram. Og mér þótti ánægjulegt að sjá starfsgleði æskunnar á íþróttamótinu, þrátt fyrir þá erfiðu aðstöðu, sem rigningin skapaði. Ég varð fyrir þeim áhrifum, að innan U.M.F.Í. væri markvisst starf, sem kæmi æskunni og þjóðinni allri að miklu gagni. Mér hefur fund- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.