Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 10
106
SKINFAXI
íslenzk skáld og rithöfundar III.
IIALLUÓR KIL.I AIV LAXNESS
. Halldór Kiljan Laxness er óefað um-
deildastur íslenzkra rithöfunda. Má segja,
að um hann hafi staðið svo að segja lát-
laus styr í meira en aldarfjórðung, og þó
er hann enn innan við fimmtugt. Flestir
munu samt nú orðið játa hæfileika hans
sem skáldsagnahöfundar, hina óvenjulegu
listtækni hans, skáldþrótt og stílsnilld. —
Ungur setti hann sér það mark að verða
rithöfundur og hefur hann naumast feng-
izt við annað en ritstörf um ævina. Þótt
hann hafi ritað á máli, sem einungis nokk-
uð á annað hundrað þúsund manna skilja, er hann á miðjum
aldri kunnur af bókum sínum víða um heim, og eins má hann
miklu fremur teljast efnaður maður. Má þetta teljast einsitætt
í sögu íslenzkrar tungu.
H. K. L. er fæddur í Reykjavík 23. marz árið 1902. Þrem
árum seinna fluttust foreldrar hans að Laxnesi í Mosfells-
sveit, og þar ólst hann upp. Hann var einn vetur í mennta-
skólanum í Reykjavík, í 4. bekk, en hætti námi um vorið.
Sama árið gaf hann út fyrstu bók sína, Barn náttúrunn-
a r, þá 17 ára gamall. Eftir það dvaldist hann langdvölum er-
lendis, og jafnan hefur liann ferðazt mikið víða um lönd.
Fyrir nokkrum árum reisti hann sér gott hús á æskustöðv-
um sínum skammt frá Laxnesi, og nefnir hann bústað sinn
Gljúfrastein. Þar býr hann siðan.
H. K. L. hefur alls skrifað um 30 bækur, af þeim eru 15
skáldsögur, en veigamestir eru skáldsagnabálkar hans fjórir:
Salka Valka, (Þú vínviður hreini 1931, og Fuglinn í fjör-
unni 1932), Sjálfstætt fólk I—I I (1934 og 1935), Ó1-
afur Kárason Ljósvíkingur (Ljós heimsins, 1937,
Höll sumarlandsins, 1938, Hús skáldsins, 1938, Fegurð him-
insins, 1940), Jón Hreggviðsson, (íslandsklukkan, 1943,
Hið ljósa man, 1944, Eldur í Kaupinhafn, 1946). Síðasttalda
verkið, sem er söguleg skáldsaga, ritaði höf. í sjónleiksformi
til sýningar við opnun Þjóðleikhússins. Nefndist leikritið ís-
landsklukkan eða Snæfríður Islandssól. H. Ií. L. hefur einnig
gefið út smásagnasöfn, ferðabækur, greinar og kvæðakver.