Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 60
156
SKINFAXI
leiðir langar. 17. júní hélt félagið innanfélagsmót að Ytri-
Görðum og fór það hið bezta fram.
Seinni vikuna, sem námskeiðið stóð, tóku félagar sig saman
og byggðu sundlaug að Lýsuhóli þar í sveitinni. Fyrir fáum
árum var borað þar eftir heitu vatni og fékkst þá enginn
fullnaðar úrskurður um, hversu heitt eða mikið vatn væri þar
í jörðu. Þarna eru nú 2 til 3 sekúndulitrar af 43° heitu vatni.
í tilefni af samnorrænu sundkeppninni og með tilliti til
þess, að fjárhagsráð hafði neitað um fjárfestingarleyfi fyrir
sundlaugarbyggingu, tóku félagsmenn sig saman og hlóðu
upp laug úr torfi. Er hún 12%x6% m. Félagsmenn unnu
verkið í sjálfboðaliðsvinnu og stóð það yfir i 3 daga. Fyrsta
daginn mættu 9 manns, annan 16 og þriðja 27. Þarna unnu
bæði drengir og stúlkur og var vel unnið, enda þótt beinn
gróði væri ekki i aðra hönd. Vinnugleði og samhugur gerði
það að verkum, að fólkinu fannst tíminn alltof fljótur að líða.
Mikill áhugi var í héraðinu fyrir samnorrænu sundkeppn-
inni en aðstæður voru mjög erfiðar vegna skorts á sundlaugum.
Er enginn vafi, að útnesingar fagna og þakka Umf. Staðar-
sveitar fyrir dugnaðinn, að hafa komið upp bráðabirgðar-
laug að Lýsuhóli, enda þótt ófullkomin sé. Er það trú mín
og von, að Snæfellingar leggist allir á eitt um að koma þar
upp laug i framtíðinni, sem allir geti verið ánægðir með.
Laug, sem stenzt veðrabrigði og fullnægir þeim kröfum, sem
nútíminn gerir.
Umf. Staðarsveitar hefur með þessu starfi sýnt, að það
kann að meta þá hollustu, sem heitt rennandi vatn veitir,
og hefur þvi reynt að skapa sér aðstöðu til þess.
Fyrsta sunnudaginn eftir að laugin var hlaðin mættu um
60 Staðsveitingar og syntu í henni enda þótt hún væri þá
enn ekki orðin full. Hygg ég, að þetta sé vottur þess, hvers
Staðsveitingar vænta af þessum stað og vona ég að þetta verði
upphaf að varanlegri framkvæmdum á Lýsuhóli. Rannsókn-
arráð ríkisins ætti að láta gera fullnaðar rannsókn á, hve jarð-
hiti er þarna mikill. Fengist þá úr þvi skorið, hvað hægt er að
gera þarna í framtíðinni. Bjarni Andrésson.
Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélaga íslands.
Pósthólf 406 — Reykjavík
Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð.
Ritstjóri: StefánJúIíusson,
Brekkugötu 22, Hafnarfirði.
FÉLAGBPIIENTBMIOJAN H.F.