Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 30
126
SKINFAXI
Og íbúar hinnar frægu Balíeyju eru jafnvel enn Bramatrúar.
Síðar kom Múhameðstrú til eyjanna, og náði hún svo sterkum
tökum á íbúum þeirra, að þau trúarbrögð eru ríkjandi meðal
meginþorra fólks á Indonesíu.
f stjórnmálum eyjanna hefur oltið á ýmsu. Yfirráð þeirra
hafa verið í höndum hinna og þessara valdhafa, konungsríki
risu upp og hrundu til grunna. Erlendir stjórnendur brutust til
valda, voru sigraðir og hrakltir burt. Á 14. öld sameinuðust eyj-
arnar loks undir forustu Java. Þótt það eyjaveldi stæði eigi
nema um tvær aldir, telja Indonesíumenn það merkan þátt í
sögu þjóðarinnar og minntu tíðum á hann í sambandi við
sjálfstæðisbaráttu hennar síðar. Á 16. öld koma Portúgalar
við sögu eyjanna, en áður en fimmtíu ár voru liðin frá komu
þeirra þangað, höfðu þeir verið hraktir burt af Hollending-
um. Hollendingar lögðu síðan undir sig meginhluta eyjanna
og réðu yfir þeim óslitið til hinnar síðustu heimsstyrjaldar.
Japanir hernámu eyjarnar í ársbyrjun 1942. Hið miskunnar-
lausa hernám Japana átti sinn drjúga þátt í því, að þjappa
hinum ólíku íbúum saman og sjálfstæðiskröfurnar urðu æ há-
værari. Þegar svo Japanir voru af Bandamönnum neyddir til
þess að gefast upp, notuðu leiðtogar Þjóðfrelsishreyfingarinn-
ar tækifærið og lýstu yfir sjálfstæði Indonesíu 17. ágúst 1945.
Lokaáfanga sjálfstæðisbaráttunnar var að verða náð. Og þjóð-
in tók sér í munn orðið Merkeka (þ. e. frelsi). M e r-
d e k a ómaði í eyrum manna út um allar eyjar og sund.
Fólkið gerði sér nú glæstar vonir um, að óskastund frels-
isins væri upprunnin. Hollendingar væntu þess jafnframt, að
þeim væri nú tekið opnum örmum, þar sem þeir höfðu átt
drýgstan þátt í því, að frelsa þjóðina úr ánauð Japana. Báð-
um þessum aðilum skjátlaðist hrapallega. Borgarastyrjöld
brauzt út og bylting hófst í höfuðborg Java, Batavia. Þessi
ægilega bylting kostaði miklar mannfórnir, stór og frjósöm
landssvæði voru gereyðilögð, vélar og mannvirki jöfnuð við
jörðu. Bardagar voru mjög harðir, og það var ekki fyrr en
eftir fjögurra ára þrotlausa baráttu og eftir að Sameinuðu
þjóðirnar höfðu skorizt í leikinn, að Hollendingar sáu sér
þann kost vænstan að afsala sér stjórn eyjanna og viðurkenna
sjálfstæði Indonesíu. Þetta gerðist 27. desember 1949.
Indonesía var gjörð að lýðveldi með þingi í tveim deildum.
Þingið situr í Djakarta (áður Batavia), höfuðborg landsins.
Stjórnarskáin er sniðin eftir stjórnarskrá Bandaríkja Norður-
Ameríku. Eyjunum er skipt í 16 ríki, 7 þcirra eru algerlega
sjálfstæð, en 9 þeirra að nokkru leyti. Lýðveldið kallast