Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 35
SKINFAXI
131
Ég vona, að þessi inngangsorð nægi til að gera yður ljóst,
hvað ég hef í huga og hver hugsun liggur að baki orða minna
í dag.
Mér er raunar fullvel ljóst, að þessi kristilega grundvallar-
skoðun á sér ekki jafn sterkar stoðir í öllum þeim ungmenna-
félagahreyfingum Norðurlanda, sem hér eiga fulltrúa, en
ég bið yður öll vel að gæta þess, að þetta er sjónarmiðið, sem
þessi orð mín byggjast á.
Til þess að svara þeirri spurningu, er fyrir liggur, vildi ég
mega rekja sögulega, hvað hlutleysi merkir, og hvert það
stefnir, og færa svarið þannig fram í dagsins ljós. — Og að
sjálfsögðu verða þessi orð mín mótuð af þeirri reynslu, sem
oss Dönum hefur í skaut fallið.
Árið 1916 sagði Jeppe Aakjær um Danmörku, að hún
væri eins og brjóstmylkingur, sem nyti öruggra mak-
inda, meðan lieimurinn stæði i björtu báli umhverfis
vöggu hennar. Þessi orð skilgreindu fyrir dönsku þjóð-
ina þýðingu hlutleysisins. Á meðan meginhluti Norður-
álfu engdist af þjáningum styrjaldarinnar, naut Dan-
mörk öryggis innan heimilisveggja, svo var hyggind-
um forystumanna vorra fyrir að þakka. Þjóðir Norð-
urlanda fóru raunar ekki alveg varhluta af ógnum
styrjaldarinnar. Sjómenn vorir sigldu á höfum úti.
Þeir urðu að sinna hættulegum störfum sínum og hér
í Danmörku var svo liögum háttað, að þúsundir sam-
landa vorra, er hjuggu sunnan landamæranna, urðu að
feta hin þungu spor til vígvallanna i þjónustu við ann-
að ríki. Því fór ljarri, að vér létum oss þetta í léttu
rúmi liggja; hinu verður þó ekki neitað, að í heild
séð var oss hlíft við ógnum styrjaldarinnar.
Þessi reynsla af skjólvæng hlutleysisins yfir oss gegn
þjáningum og erfiðleikum skóp í hugum vorum til-
beiðslukenndan átrúnað á sjálft eðli hlutleysisins og
vakti hjá oss það viðhorf, að hlutleysið væri æðsta og
auðnuríkasta markmið lífsins. Lif vort á þeim frið-
arárum, sem á eftir fóru, var mótað af þessu viðhorfi.
Að vera hlutlaus þýðir það, að neita að taka þátt í
þeim átökum, sem umhverfis oss eru háð. En hversu
9*