Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 34
130
SKINFAXI
Eiga ungmennafélögin að vera hlutlaus
í trúmálum og stjórnmálum
(Erindi fluftt á norrænu æskulýðsmóti í Krogerup 18. júní 1948.
Höfundurinn er prestur í Kaupmannahöfn).
Sú spurning, sem oss er ætlað að svara nú, hljóðar þannig:
Eiga ungmennafélögin að vera hlutlaus í trúmálum og stjórn-
málum?
Til þess að vér megum skilja sjónarmið hvers annars, er
það óumflýjanleg nauðsyn, að vér gerum oss ljóst, hvers kon-
ar ungmennafélög vér höfum j huga.
Vér, sem hér erum samankomin á ungmennafélagaviku Norð-
urlanda, erum öll fulltrúar þess, sem vér hér í Danmörku
nefnum þjóðleg æskulýðsstörf. Starfsaðferðir vorar eru ef-
laust allsundurleitar, en markmið vort er allt að einu hið
sama, að ungmennafélögin eigi að geta rúmað innan sinna
vébanda allan æskulýð, hvar sem hann kann í flokki að
standa í trúmálum og stjórnmálum, og að hlutverk vort sé,
að beina athygli unglinganna að þeim menningarlega arfi, sem
varðað hefur leiðina frá örófi alda, svo unglingunum verði
það ljóst, að þeir eigi skyldur við hann að rækja, að hann sé
jarðvegur lífs þeirra og athafna.
f ræðu minni á ég því ekki við stjórnmálaleg ungmennafé-
lög eða önnur þau félög, sem hafa einskorðuð markmið, held-
ur hin, sem vér hér í Danmörku nefnum „hin þjóðlegu“.
Auk þess vildi ég mega bæta því við, að hvað oss Dani
snertir, er „hið þjóðlega“ e. t. v. víðtækara en hjá öðrum
Norðurlandaþjóðum. Vér eigum þar ekki einvörðungu við það,
sem snertir starfslegt samfélag vort, stjórnmálalegt, hagfræði-
legt, menningarlegt, félagslegt. Skilningur vor er sá, að „þjóð-
in“ sé sköpunarverk guðs, að þjóðlífið sé náðargjöf guðs oss
til handa. Guð hefur gefið oss vort danska þjóðlíf, og það er
augljóslega ætlunarverk hans oss til handa, að vér lifum sam-
félagslífi voru í dönskum anda, enda er það oss samkvæmt
sköpunarskipun hans, eina færa leiðin til lífræns mannfélags.
Og svo vissulega sem hið andlega líf gengur í arf frá ættlið
til ættliðs, fyrir tilstilli tungunnar, svo vissulega verður móður-
málið einnig sá ódáinsbikar, sem lífrænt mannfélag veitir oss.
Þetta er sú grundvallarskoðun, sem m. a. fær oss Dönum
fullan skilning á baráttu ykkar Norðmanna fyrir landsmáli
ykkar, enda þótt það torveldi oss að skilja tungu yðar.