Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 33
SIÍINFAXI
129
sem Indonesíu byggja. (Til samanburðar má geta bess, að
hér á íslandi munu vera starfandi um 180 læknar fyrir 140
þús. manns. Þar við bætist svo, að heilbrigðisástand austur þar
er mun lakara en hér).
Og félagi minn hélt enn áfram:
„Nú þegar við höfum heimt sjálfstæði vort, eftir þriggja
alda nýlendustjórn Hollendinga, fjögurra ára harðstjórn Japana
og hina blóðugu byltingu, sem sigldi í kjölfar hennar, verða
leiðtogar vorir og öll alþýða manna að gera sér ljóst, að við
höfum tekið okkur miklar skyldur á herðar. Við verðum að
jafna deilurnar við herraþjóðina, gleyma syndum hennar og
horfa fram á við. Tryggja þarf öllum mannsæmandi lífskjör,
nægilegt og betra viðurværi, efla heilbrigði, koma á trygging-
um, hæfilegum vinnutíma og hvíld fyrir verkamenn, efla trú-
og stjórnmálafrelsi og koma á víðtækari alþýðufræðslu og
æðri menntun.
Næstu tuttugu árin munu skera úr því, hvort okkur tekst
að leysa hin fjölmörgu vandamál, sem blasa við þjóðinni í
dag. Ef þjóðin öll tileinkar sér inntak orðanna Bhinneka
Tunggal Ika (þ. e. sameining, þrátt fyrir óskyldleika) er
ástæðulaust að örvænta um frelsi vort.“
Þannig fórust félaga mínum orð. Á seinustu tveim árum
hefur stjórn Indonesíu sent fjölmarga unga menn og konur
til náms i Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Eru miklar vonir
tengdar við þá. Hinn ungi lögfræðinemi frá Djakarta var
einn af þeim.
9