Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 59
SKINFAXI
155
Breytt tilhögun á útkomu Skinfaxa
MeS þessum árgangi Skinfaxa hefur orðið nokkur breyting
á ritinu. Undanfarin ár hafa komið út 2 hefti árlega, vor og
hausthefti, vorheftið venjulega 4—5 arkir, en haustheftið 5—6
arkir. Heftin tvö, sem áður eru komin á þessu ári hafa verið
3 arkir, en þetta hefti 4 arkir. Þessi breyting á ritinu er gerð
samkvæmt samþykkt sambandsráðsfundar U.M.F.Í., á síðast-
liðnu hausti. Ýmsum þótti heftin of stór og þunglamaleg, en
í 5 arka bók í Skinfaxabroti þarf mikið efni, og því þurfa
greinar að vera langar og viðamiklar. Með fleiri og smærri
heftum má hafa efnið fjölbreyttara og nýrra og fremur miðað
við líðandi stund. Ritstjórinn hefur fyrir alllöngu komizt á
þá skoðun, að heppilegasta tilhögunin á útkomu Skinfaxa
væri sú, að af ritinu kæmu 4 hefti árlega, 3 arkir hvert, eða
alls 12 arkir. Enn hefur ekki þótt kleift að haga útkomunni
þannig, in. a. vegna þess, að þá þyrfti ritið að stækka um 2
arkir á ári, en til þess er fjárhagur ekki fyrir hendi. En úr
þessu gæti orðið,væri heppilegast, að heftin kæmu út i janúar,
april, júlí og október. Slíkt ársfjórðungsrit yrði áreiðanlega
meiri og betri tengiliður milli félaga og héraðasambanda en
Skinfaxi hefur verið undanfarið. Hefur ritstjóri oft harmað,
að ritið hefur ekki getað sinnt þvi hlutverki sem skyldi. Væru
heftin fjögur, væri fremur tiltækilegt að segja frá og talca til
meðferðar þau mál og efni, sem efst eru á baugi. Þannig yrði
ritið raunhæfara og tímabærra.
Ungmennafélagar ættu að senda Skinfaxa fréttir og frásagn-
ir af störfum félaga sinna og héraðssambanda. Myndir eru
einnig kærkomnar. Allt slíkt tengir ritið við Umf.
Annars er orðið frjálst um Skinfaxa. Umf. ættu ekki að
spara að segja álit sitt á honum. Komi fram bendingar eða
aðfinnslur, sem veigur er í, verða þær að sjálfsögðu birtar.
S. J.
Frá Umf. Staðarsveitar.
Ungmennafélag Staðarsveitar efndi til íþróttanámskeiðs á
félagssvæðinu dagana 10.—23. júní. Þátttakendur voru alls um
30, drengir og stúlkur, ungir sem eldri. Bjarni Andrésson, for-
maður sambandsins, kenndi og stjórnaði námskeiðinu. Kenndi
hann handknattleik, fimleika og frjálsíþróttir.
Veður var slæmt fyrstu daga námskeiðsins, en það kom
ekki að sök, því að félagið á rúmgott samkomuhús miðsveitis.
Félagsmenn sýndu einstakan dugnað og mættu milli 20 og
30 á hverju kvöldi, enda þótt sveitin sé strjálbýl og bæjar-