Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 58

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 58
154 SKINFAXI FRÉTTIU OG FÉTAGSMÁT Ritstjóra Skinfaxa boðið til Bandaríkjanna. Stefán Júlíusson, ritstjóri Skinfaxa, dvelur í vetur við há- skólanám i Bandarikjunum í boði Bandaríkjastjórnar, ásamt fjórum öðrum íslendingum. Les hann enskar bókmenntir við Cornell-háskóla. Getraunastarfsemin. Að tilhlutan íþróttanefndar ríkisins fór Jens Guðbjörnsson til Noregs á síðastliðnu vori til þess að kynna sér rekstur get- rauna um íþróttakeppni. Hann kom aftur heim um miðjan september. Hann kynnti sér starfsemi þessa mjög rækilega i Noregi en fór einnig til hinna Norðurlandanna í sömu erindum. Yar honum hvarvetna tekið hið bezta. Jens afhenti íþrótta- nefnd og menntamálaráðherra skýrslu um ferð sina strax eftir heimkomuna. Mælir hann eindregið með því, eftir þessa at- hugun, að getraunastarfsemi verði tekin upp hér á landi. Er nú beðið eftir leyfi menntamálaráðherra til þess að hefjast handa um framkvæmdir. Endurskoðun íþróttalaganna. í sumar skipaði Björn Ólafsson menntamálaráðherra þriggja manna nefnd til þess að endurskoða iþróttalögin frá 1940. Kom þetta öllum mjög á óvart og ekki sízt þeim, sem um framkvæmdir þeirra hafa séð, þar sem aldrei hefur nein kvörtun komið um, að þeim væri í nokkru áfátt, enda voru þau í upphafi óvenjulega vel gerð. Fram hjá U.M.F.Í. var al- gerlega gengið með skipun í nefnd þessa. Norræna sundkeppnin. íslendingar sigruðu mjög glæsilega í samnorrænu sund- keppninni og kom í ljós ,að 3C037 eða 25% þjóðarinnar þreytti sundið. Gaf það 540555 stig. Hjá hinum þjóðunum var útkom- an þessi: Finnland, 176312 eða 4,1%. Gerir 251874 stig. Danmörk, 50492 eða 2,5%. Gerir 189345 stig. Noregur, 32004 eða 1%. Gerir 137106 stig. Svíþjóð, 128035 eða 2,1%. Gerir 128035 stig. ísland hlýtur því bikar þann, sem Hákon Noregskonungur hét sigurvegaranum í sundkeppninni. Umf. unnu víða vel að þessum málum i vor og eiga sinn drjúga þátt í þessum glæsilega sigri. Hér kemur og í Ijós ágætur árangur sund- skyldunnar síðustu 11 árin. D. Á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.