Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 57
SKINFAXI
153
föstum tökum og leyst með sóma, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
af hálfu okkar sjálfra og náttúrunnar.
Verkefni eins landsmóts er margþætt. Einn þáttur þess
eru íþróttirnar. Við dáum oft islenzkt landslag, en framar
allri landslagsfegurð eru hraustlegir, þjálfaðir og þróttugir
líkamar æskufólks, sem ber höfuðið hátt.
Nú er aðstaða ykkar til undirbúnings iþróttaiðkana allmis-
jöfn, en hvar sem þið eruð og hver sem aðstaðan er, þá er
hægt að æfa iþróttina og þjálfa líkamann. Ymis hjálpargögn
eru nærtækari nú en fyrr og íþróttakennarar víðar eða ein-
staklingar, sem kunna nokkuð til iþrótta, sem má ráðfæra
sig við og jafnvel fá æfingatöflur hjá. í þessu sambandi má
benda á eftirtalin gögn:
Frjálsar íþróttir. (Útgefandi: Jens Guðbjörnsson).
Æfingaseðlar. (Eftir landsþjálfara frjálsiþróttasambands ís-
lands).
Brögð og varnir í glímu. (Fræðslumálaskrifstofan).
Knattspyrnukverið.
Leiðbeiningar um handknattleik. (Baldur Kristjónsson).
Vaxtarækt. (Fimleikaæfingar — Jón Þorsteinsson).
Sund. (Útgefandi: Jens Guðbjörnsson).
Leikfimi. (Útgefandi: Jens Guðbjörnsson).
Skólaíþróttir. (Fimleikaæfingar — Fræðslumálaskrifstofan).
Heilsufræði íþróttamanna. (Útgefandi: Í.S.Í.).
Ýmsar leikreglur. (Bókaútgáfa Menningarsjóðs).
Minnist þess, að þið þurfið ekki sérstaklega fimleikasal, til
þess að ná mýkt, fimi eða þoli.
Göngur og hlaup til skiptis undir berum liimni um vegleys-
ur eða troðnar brautir, veitir þol, en munið að klæða ykkur vel.
Mýkt og fimi og jafnvel séræfingar vissrar íþróttagreinar
má æfa í litlu herbergi.
Bað geta allir veitt sér, þó ekki sé til baðstofa, kerlaug
eða steypa. Þvottaskál, vatnsfata, þvottapoki og handklæði
eru alls staðar nærtæk tæki og þá sápa og vatn.
Þolgefandi og mýkjandi æfingar þurfa allir að leggja á sig,
sem vilja ná færni i einhverri íþrótt eða starfshæfni í dag-
legu lífi.
Góðir ungmennafélagar, gerum íþróttaiðkanir að daglegri
venju, búið ykkur undir þátttöku í Landsmóti U.M.F.Í. að
Eiðum næsta sumar með markvissum æfingum. Látið ekki
fámenni og skort íþróttamannvirkja hefta framtakið. Fyrst
er að vilja, síðan að reyna og liafa lióf i hverjum leik.
Hittumst vel búin að íþróttum að Eiðum næsta sumar.