Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 43
SKINFAXI
139
skeið 9. marz—13. apríl með 20 þátttakendum, einkum yngstu
félaganna. Fundir voru 2—3svar i viku. Hélt margar sam-
komur og lék fjölda sjónleikja. Bókasafn félagsins telur 500
bindi.
Umf. Baldur, Hraungerðishreppi, vinnur að iþróttavallar-
gerð að Einbúa og gróðursetur þar árlega nokkur hundruð
trjáplöntur í gróðurreit sinn. Skákdeild félagsins hafði 26
æfingar og keppti við Taflfélag Stokkseyrar á 10 borðum.
Umf. Vaka, Villingaholtshreppi, sendi keppendur á 14 í-
þróttamót, alls 76.
Umf. Skeiðamanna vinnur að íþróttavallargerð. Átti aðild
að borun eftir heitu votni að Brautarliolti. í heimilisreiti 9
bæja á Skeiðum var dreift 7400 trjáplöntum.
Umf. Biskupstungna girti trjáreit sinn og gróðursetti þar
1500 plöntur.
Umf. Hvöt, Grímsnesi, gefur út fjölritað blað. Lék Orust-
una á Hálogalandi þrisvar sinnum. Vígði íþróttavöll sinn að
Minni-Borg. Bókasafn félagsins telur 1100 bindi og jókst um
40 á árinu.
Umf. Reykjavíkur leigði Listamannaskálann til starfsemi
sinnar og sá um rekstur hans til skemmtanahalds almennt.
Var myndarbragur á rekstrinum og haldnar þar beztu skemmt-
anir, sem völ var á fyrir ungt fólk. Strangri reglusemi var
framfylgt. Félagið hélt uppi fjölbreyttri íþróttakennslu og
vikivökum. Fór nokkrar hópferðir með iþróttafólk sitt í næstu
byggðarlög og hafði þar sýningar.
Umræðuefni félaganna eru að vonum margvisleg. Skal hér
getið nokkurra öðrum til fróðleiks.
Skólarnir og heimilin. Tómstundir. Trjárækt í sveitum.
Hvert er mesta núlifandi skáld ísendinga? Hvenær liefurðu
skemmt þér bezt í vetur? Hvernig bækur þykja þér beztar?
Af liverju stafar „flóttinn“ úr sveitinni? Hvað er ræðu-
mennska? Hvernig á konuefnið að vera? Útvarpið og þjóðin.
Álirif umhverfisins á skapgerð mannsins. Tizkan. Landbún-
aðurinn og tæknin. Af hverju ert þú mest hrifinn? Hvaða at-
vinnuvegur er fslendingum nauðsynlegastur? Hvaða tími sól-
arhringsins þykir þér skemmtilegastur? Bókasöfn og bóka-
val. Hvort eru skemmtilegri kýr eða kindur? Hvernig eiga
félagsheimili að vera útbúin? Hvaða íþróttir eru ánægjuleg-
astar? Hvað vinnzt við skógrækt?
Að sjálfsögðu ræða svo félögin mikið starfsmál sín, undir-
búning skemmtana, margvísleg byggingarmál, ferðalög og