Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 43
SKINFAXI 139 skeið 9. marz—13. apríl með 20 þátttakendum, einkum yngstu félaganna. Fundir voru 2—3svar i viku. Hélt margar sam- komur og lék fjölda sjónleikja. Bókasafn félagsins telur 500 bindi. Umf. Baldur, Hraungerðishreppi, vinnur að iþróttavallar- gerð að Einbúa og gróðursetur þar árlega nokkur hundruð trjáplöntur í gróðurreit sinn. Skákdeild félagsins hafði 26 æfingar og keppti við Taflfélag Stokkseyrar á 10 borðum. Umf. Vaka, Villingaholtshreppi, sendi keppendur á 14 í- þróttamót, alls 76. Umf. Skeiðamanna vinnur að íþróttavallargerð. Átti aðild að borun eftir heitu votni að Brautarliolti. í heimilisreiti 9 bæja á Skeiðum var dreift 7400 trjáplöntum. Umf. Biskupstungna girti trjáreit sinn og gróðursetti þar 1500 plöntur. Umf. Hvöt, Grímsnesi, gefur út fjölritað blað. Lék Orust- una á Hálogalandi þrisvar sinnum. Vígði íþróttavöll sinn að Minni-Borg. Bókasafn félagsins telur 1100 bindi og jókst um 40 á árinu. Umf. Reykjavíkur leigði Listamannaskálann til starfsemi sinnar og sá um rekstur hans til skemmtanahalds almennt. Var myndarbragur á rekstrinum og haldnar þar beztu skemmt- anir, sem völ var á fyrir ungt fólk. Strangri reglusemi var framfylgt. Félagið hélt uppi fjölbreyttri íþróttakennslu og vikivökum. Fór nokkrar hópferðir með iþróttafólk sitt í næstu byggðarlög og hafði þar sýningar. Umræðuefni félaganna eru að vonum margvisleg. Skal hér getið nokkurra öðrum til fróðleiks. Skólarnir og heimilin. Tómstundir. Trjárækt í sveitum. Hvert er mesta núlifandi skáld ísendinga? Hvenær liefurðu skemmt þér bezt í vetur? Hvernig bækur þykja þér beztar? Af liverju stafar „flóttinn“ úr sveitinni? Hvað er ræðu- mennska? Hvernig á konuefnið að vera? Útvarpið og þjóðin. Álirif umhverfisins á skapgerð mannsins. Tizkan. Landbún- aðurinn og tæknin. Af hverju ert þú mest hrifinn? Hvaða at- vinnuvegur er fslendingum nauðsynlegastur? Hvaða tími sól- arhringsins þykir þér skemmtilegastur? Bókasöfn og bóka- val. Hvort eru skemmtilegri kýr eða kindur? Hvernig eiga félagsheimili að vera útbúin? Hvaða íþróttir eru ánægjuleg- astar? Hvað vinnzt við skógrækt? Að sjálfsögðu ræða svo félögin mikið starfsmál sín, undir- búning skemmtana, margvísleg byggingarmál, ferðalög og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.