Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 18
114
SKINFAXI
izt ég vera meðal starfsfélaga hér á landi, og ég er afar þakk-
látur þeim fyrir móttökurnar.
Hvaða gildi hefur samstarf ungmennafélaganna á Norður-
löndum? Það er að vísu annars staðar gert út um þau stærri
málefni, sem snerta þjóðirnar sameiginlega. Samt sem áður
er það engum vafa undirorpið, að það hefur mikla þýðingu
fyrir samskipti þjóðanna, að fólkið hittist og kynnist hvert
öðru. Það er gott að hittast frá Finnlandi Runebergs, Svíþjóð
Geijers, Noregi Wergelands, íslandi Jóns Sigurðssonar og Dan-
mörku Grundtvigs og veita því athygli. að hjörtu okkar slá
fyrir sameiginlegum áhugamálum og lífshugsjónum, fyrir nor-
rænum menningararfi, virðingu fyrir meðbræðrum okkar,
frelsi þjóðanna og sjálfsákvörðunarrétti þeirra.
Við þurfum einnig að koma saman og ræða þau málefni, er
við höfum mismunandi skoðanir á. Þá skiljum við betur hvert
annað, og það auðveldar lausn þeirra mála, er leysa þarf milli
þjóðanna. Æskan á að leggja metnað sinn í að leysa þau vanda-
mál, sem forustumenn núverandi kynslóðar hafa enn ekki
ráðið fram úr.
Ef þessari samvinnu er ekki haldið áfram, eiga hinar miklu
fjarlægðir nokkra sök á því. En auðveldara er þó að ná sam-
an nú en áður, og eftir hina örlagaríku atburði síðustu heims-
styrjaldar finna hinar norrænu þjóðir betur nauðsyn þess að
þoka sér sem mest saman.
Að lokum innileg kveðja frá dönsku ungmennafélögunum
til æskunnar í ættlandi sagnanna, með von um, að hin óleystu
málefni milli þjóðana verði sem fyrst til lykta leidd á virðu-
legan og ánægjulegan hátt, og með einlægri ósk um, að okk-
ur auðnist að varðveita arf kynslóðanna.
U ngmennafélagar!
Vinnið ötullega að aukinni útbreiSslu Skinfaxa. FáiS unga
fólkið, sem er að ganga í félögin til þess aS gerast áskrifendur.
SendiS afgreiðslunni jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er:
Fleiri áskrifendur. Stærra og fjölbreyttara tímarit. Ef helm-
ingur allra Umf. í landinu gerðust áskrifendur að Slcinfaxa,
gæti hann stækkað um helming, án þess að liækka í verði.